Keppinautar Trump koma honum enn til varnar eftir ákæru Nokkrir mótframbjóðendur Donalds Trump sem keppa við hann um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tóku undir gagnrýni hans á dómsmálayfirvöld eftir að hann var ákærður vegna leyniskjala sem hann hélt eftir. Ákæran er söguleg en kemur ekki í veg fyrir að Trump geti boðið sig fram til forseta. 9.6.2023 09:07
Líkurnar á að Trump verði ákærður vegna leyniskjalanna aukast Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður. 8.6.2023 09:16
Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8.6.2023 07:01
Páfi á leið í skurðaðgerð Frans páfi gengst undir skurðaðgerð vegna þarmateppu í dag. Páfagarður segir að páfi, sem er 86 ára gamall, verði svæfður fyrir aðgerðina og verði haldið á sjúkrahúsi í Róm í nokkra daga. 7.6.2023 09:16
Önnur rafmyntamiðlun í sigti bandarískra yfirvalda Coinbase, stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna, er sakað um ólöglega starfsemi í kæru bandarískrar verðbréfaeftirlitsstofnunar. Sama stofnun stefndi Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, fyrir aragrúa brota og blekkinga í gær. 6.6.2023 15:40
Senda fernur nú til Svíþjóðar í von um betri nýtingu Stjórn Sorpu hefur ákveðið að láta flokka fernur sem ekki hefur verið hægt að endurvinna sérstaklega úr pappírsúrgangi í Svíþjóð. Kostnaður við flokkunina er metinn um 75 milljónir króna á ári. Leiðbeiningar til almennings um flokkun á fernum verða óbreyttar. 6.6.2023 14:46
Auðjöfur sektaður um átján milljónir fyrir hraðakstur Auðugasti íbúi Álandseyja var sektaður um meira en 120.000 evrur, jafnvirði um 18,3 milljóna íslenskra króna, fyrir að aka of hratt um helgina. Hraðasektir eru tekjutengdar í Finnlandi og segist auðmaðurinn vonast til þess að sektin nýtist til að bæta heilbrigðisþjónustu. 6.6.2023 11:33
Einn alræmdasti njósnari í sögu Bandaríkjanna látinn Robert Hanssen, fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, er látinn í fangelsi. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn. 6.6.2023 11:01
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6.6.2023 08:58
Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. 5.6.2023 15:12
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent