Norðurland vill ísbirnina heim Ísbirnir hafa borið á góma á sveitarstjórnarfundum tveggja sveitarfélaga á Norðurlandi á síðustu dögum. Í Skagafirði óskaði Náttúrustofa Norðurlands vestra eftir því að fá uppstoppaðan ísbjörn, sem hefur safnað ryki í geymslu sveitarfélagsins, til sín og hafa hann til sýnis. 22.12.2023 07:01
Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21.12.2023 15:37
Náðu ekki samningum um áframhaldandi leikskólastarf í Grindavík Heilsuleiksskólinn Krókur í Grindavík tilkynnti foreldrum barna í skólanum í gær að samningar um áframhaldandi rekstur skólans eftir áramót hefðu ekki tekist. Bærinn mun sjálfur taka við leikskólastarfinu, en það hefur verið í umsjón Skóla ehf. 21.12.2023 12:50
Samherji finnur not fyrir gamla Landsbankahúsið Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, hafa stofnað frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki sem verður til húsa í gamla Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Fyrirtækið mun bera nafnið Drift EA. 21.12.2023 10:10
Spurði „er þetta hann?“ og stakk hann fyrirvaralaust í brjóstið Candido Alberto Ferral Abreu hefur hlotið fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hnífi í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. 20.12.2023 17:09
Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. 20.12.2023 16:08
Vilja ná tali af manni sem ók á barn á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi vill komast í samband við ökumann bifreiðar sem ók utan í barn á Selfossi í morgun. 20.12.2023 15:02
Reyndi að fá fjórtán ára stúlku með sér á hótelherbergi í Reykjanesbæ Karlmaður um fertugt hlaut á dögunum átta mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að tæla fjórtán ára stúlku og peningafals árið 2021. Maðurinn var sýknaður af kröfu ákæruvaldsins sem var á þá leið að maðurinn yrði dæmdur fyrir tilraun til nauðgunar á stúlkunni. 20.12.2023 13:08
Valur felur Friðrik Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. 20.12.2023 11:04
„Þegar þú sveikst mig um kynlífið þá komstu heldur betur við veikan blett á mér“ Landsréttur staðfesti á föstudag dóm yfir karlmanni vegna umsáturseineltis hans í garð kvenkyns samstarfsfélaga. Maðurinn hlýtur tveggja mánaða fangelsisrefsingu, skilorðsbundna til tveggja ára. Þá er honum gert að greiða konunni 600 þúsund krónur, sem og annan máls- og áfrýjunarkostnað málsins. 19.12.2023 23:58