Baneitraðar skeytasendingar milli KR-inga og Valsara Valur sigraði Tindastól í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í gærkvöldi. Sigurreifir Valsmenn fá þó ekkert ókeypis frá stuðningsmönnum KR-inga sem þykir sitthvað bogið við tilurð þessa sigurs. Nefnilega peningar. 19.5.2022 15:00
Segir fulla ástæðu til mótmæla þó hlutabréf Íslandsbanka hafi lækkað Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hæðist að mótmælendum vegna bankasölunnar og segir að nú hafi gróðinn þurrkast út. Gunnar Smári Egilsson, einn forsprakki mótmælanna segir þetta fráleitan útúrsnúing. 19.5.2022 13:21
Fasteignasalar fúlir út í doktorsnema vegna tals um feita söluþóknun Fasteignaverð er í hæstu hæðum. Afleidd áhrif eru þau að söluþóknun fasteignasala, sem er prósentutala, hefur þar með rokið upp úr öllu valdi. Fasteignasalar margir vilja þó ekki kannast við að þeir séu að maka krókinn. 19.5.2022 11:31
Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. 18.5.2022 15:38
Ljóða-Valdi málaður upp sem barnapervert á Facebook Valdimar Tómasson, sem betur er þekktur sem Ljóða-Valdi en hann er eitt þekktasta ljóðskáld landsins, var gripinn við þá iðju að taka mynd af stúlku í Nettó. Hann var umsvifalaust málaður upp sem barnapervert á Facebook sem Valdimar segir algerlega úr lausu lofti gripið. 18.5.2022 11:09
Leigubílsstjórar í Róm svindla alltaf á Tomma Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um leigubíla nú síðdegis og þegar þetta er skrifað er það til umræðu á þinginu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, vakti athygli í umræðunni með því að deila með þingmönnum persónulegri reynslu sinni af leigubílum víðs vegar um veröldina. 17.5.2022 15:44
Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. 17.5.2022 14:36
Utanríkismálanefnd misvel til fara á fundi utanríkisráðherra Eista Utanríkismálanefnd er nú í heimsókn í eistneska þinginu en svo bagalega vildi til að töskur nefndarmanna týndust í fluginu og íslensku fulltrúarnir eru því ekki eins vel til höfð og til stóð. 17.5.2022 11:25
„Landabruggarinn“ Gísli Einarsson segist ekki auglýsa viskí Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, segir að umfjöllun hans um Reyka-viskí sé ekki áfengisauglýsing heldur sé um að ræða nýsköpun og áhugavert umfjöllunarefni sem slíkt. 17.5.2022 10:15
Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. 16.5.2022 11:51