Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30.8.2022 12:16
Meint alþjóðleg glæpakvendi gefa sig fram Þeim Guðrúnu Ó Axelsdóttur og Sólbjörgu Laufey Vigfúsdóttur brá illilega í brún þegar þær lásu frétt af því að tvær konur, sem töluðu bjagaða íslensku, hafi bankað uppá og nánast boðið sér sjálfum inn í hús í vafasömum tilgangi og uppgötvuðu að þar var verið að tala um þær. 29.8.2022 16:58
„Þeir lögðust allavega ekki „í bónda““ Einar Kárason rithöfundur, sem hefur skrifað þekktan sagnabálk sem byggir á atburðum sem gerast á Sturlungaöld, telur fráleitt að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga. 29.8.2022 14:59
Skipan Lilju sögð grímulaust afturhvarf til flokkspólitískrar spillingar Skipan nýs þjóðminjavarðar hefur vakið upp hörð viðbrögð, hún er sögð fúsk og stjórnsýslulegur hroði. Stjórnsýslufræðingur segir að með þessu, að ráðið sé í stöðu án þess að hún sé auglýst laus, sé horfið til eldri tíma þegar pólitískar ráðningar réðu ríkjum. 29.8.2022 13:58
Eiríkur Guðmundsson borinn til grafar í dag Menningargeirinn syrgir nú einn sinn allra besta mann. Fjölmiðlar verða ekki samir eftir fráfall Eiríks Guðmundsonar; menningarumfjöllun almennt verður það ekki heldur né sjálfur skáldskapurinn. Ekki verður betur skilið á fjölda minningargreina sem birtast bæði í Morgunblaðinu í dag og á samfélagsmiðlum. 26.8.2022 11:14
Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24.8.2022 13:42
Segir góðar og gildar ástæður fyrir háum launum stjórnenda Davíð Harðarson, stjórnarformaður Haga, segir það skyldu stjórnarinnar að tryggja hæfa stjórnendur og það geri þeir með því að bjóða samkeppnishæf laun. 24.8.2022 10:44
Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22.8.2022 13:23
Hópárás á ungan mann á Menningarnótt Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar. 22.8.2022 11:35
Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19.8.2022 07:01