Einar Bárðarson fær ekki að fara á landsfund Einar Bárðarson athafnamaður er einn þeirra fjölmörgu sem vilja en fá ekki að sækja Landsfund Sjálfstæðismanna nú um helgina. Hann spyr hvort það geti verið vegna þess að búið sé að merkja sig sem stuðningsmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, frambjóðanda til formanns? 4.11.2022 12:47
Jón Gunnarsson segist ekki hafa haft í hótunum við Unni Berglindi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt pistil þar sem hann svarar ásökunum sem Unnur Berglind Friðriksdóttir setti fram í morgun. Hann vísar því alfarið á bug að hafa haft í hótunum við hana. 3.11.2022 15:16
Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. 3.11.2022 13:42
Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3.11.2022 13:17
Sakar menn Bjarna um að fara offari í kosningabaráttunni Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. 3.11.2022 11:27
Mál vopnasalans sýni að lögreglu sé ekki treystandi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur fráleitt að veita lögreglu auknar forvirkar rannsóknarheimildir í ljósi máls vopnasalans, föður Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. 3.11.2022 10:30
Gulli plús Kata talið ganga illa upp Framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins teflir ríkisstjórnarsamstarfinu í tvísýnu að mati stjórnarþingmanna. Þeir óttast margir að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum nái Guðlaugur Þór kjöri. 31.10.2022 13:36
Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun. 29.10.2022 07:01
Magnús Carlsen tryllti gesti Röntgen með karaókísöng sínum Myndavélar flugu á loft þegar norska undrabarnið, heimsmeistarinn í skák, greip míkrófóninn og söng Boten Anna á karaókíkvöldi á skemmti- og veitingastaðnum Röntgen í gærkvöldi við mikinn fögnuð. 28.10.2022 14:09
Flosi blandar sér ekki í slag Guðmundar Ara og Kjartans Hávær orðrómur hefur verið uppi um það að Flosi Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafgreinasambandsins, hyggist bjóða sig fram gegn Kjartani Valgarðssyni í stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarninnar. Hann hefur nú tekið ákvörðun um að láta ekki slag standa. 28.10.2022 13:02