Pogba loksins klár í slaginn og gæti spilað fyrsta leikinn í tæpt ár Eftir margra mánaða fjarveru vegna meiðsla er Paul Pogba loksins klár í slaginn. Hann verður í leikmannahópi Juventus í borgarslagnum gegn Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. 28.2.2023 13:31
Ferguson segir að Rashford sé ekki nía og United þurfi framherja Þrátt fyrir að Marcus Rashford hafi skorað 25 mörk í vetur segir Sir Alex Ferguson að hann sé ekki hreinræktaður framherji og Manchester United þurfi einn slíkan. 28.2.2023 13:00
Þeytir skífum á kvöldin og nemur lífeindafræði á daginn Stiven Tobar Valencia er ekki maður einhamur. Auk þess að vera einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta er hann plötusnúður og stundar háskólanám í lífeindafræði. 28.2.2023 08:00
Hallur farinn frá KR Færeyski landsliðsmaðurinn Hallur Hansson er á förum frá KR. Hann og félagið komust að samkomulagi um samningslok. 27.2.2023 16:00
Forsetinn sendi þjálfarann í leyfi og tók sjálfur við Illa hefur gengið hjá svissneska úrvalsdeildarliðinu Sion að undanförnu og forseti þess hefur ákveðið að grípa í taumana. 27.2.2023 15:00
„Svo skilst mér að Ásgeir sé á svo svakalegum samningi“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sigursteinn Arndal verða andstæðingar í kvöld þegar Haukar mæta FH í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla. En venjulega eru þeir samherjar enda vinna þeir saman hjá Vodafone. 27.2.2023 14:31
Klinsmann tekur við Suður-Kóreu Þýska fótboltagoðið Jürgen Klinsmann hefur verið ráðinn þjálfari suður-kóreska karlalandsliðsins. 27.2.2023 13:00
Potter óttast um starfið: „Get ekki treyst á stuðning þeirra endalaust“ Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, virðist vera farinn að óttast um starf sitt, allavega ef marka má ummæli hans eftir tapið fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 27.2.2023 11:30
Partey gæti verið með um helgina og Jesus nálgast Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, vonast til að geta teflt Thomas Partey fram í leiknum gegn Leicester City á sunnudaginn. 24.2.2023 15:30
Neville vill ólmur fá Messi til Miami Svo gæti farið að Lionel Messi myndi spila undir stjórn Phils Neville, allavega ef sá síðarnefndi fær einhverju um það ráðið. 24.2.2023 11:31