Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skuldabréfasjóðir færa niður eignir um milljarða vegna áforma um slit á ÍL-sjóði

Stærstu skuldabréfasjóðir landsins, sem eru opnir öllum fjárfestum og margir hverjir með stórt hlutfall eignasafnsins bundið í íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, hafa nú þegar fært niður virði eigna sinna um marga milljarða króna eftir að fjármálaráðherra boðaði aðgerðir til að slíta ÍL-sjóði, samkvæmt greiningu Innherja. Mestu munar um tæplega fimm prósenta gengislækkun 20 milljarða ríkisskuldabréfasjóðs í stýringu Íslandssjóða í einu vetfangi sem þýddi niðurfærslu á virði eigna hans um meira en 900 milljónir.

Selur hlut sinn í Orkufélaginu fyrir tæplega þrjá milljarða

SKEL hefur samþykkt kauptilboð frá færeysku félagi í allan 48,3 prósenta hlut íslenska fjárfestingafélagsins í S/P Orkufélaginu fyrir jafnvirði um 2,8 milljarða króna. Orkufélagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum.

Innlán fyrirtækja tóku yfir 40 milljarða króna stökk í einum mánuði

Umfang innlána atvinnufyrirtækja í viðskiptabönkunum jókst um rúmlega 40 milljarða króna í september, eða um heil sex prósent á milli mánaða. Líklegt má telja að þar muni mikið um stóra greiðslu til Símans vegna sölunnar á Mílu á síðasta degi septembermánaðar en verulegur vöxtur hefur verið í innlánum fyrirtækja allt frá vormánuðum síðasta árs.

Bankarnir hafa fimmfaldað útlán sín til fyrirtækja milli ára

Eftir vísbendingar um að það væri farið að hægja á miklum útlánavexti viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja í ágúst þá sýna nýjar tölur Seðlabankans að hann tók við sér kröftuglega á ný í liðnum mánuði. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs þá nema ný útlán bankanna til fyrirtækja samtals um 213 milljörðum króna borið saman við aðeins 44 milljarða á sama tímabili fyrir ári.

Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði

Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna.

„Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot

Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna.

VÍS hefur minnkað vægi skráðra hlutabréfa um nærri þriðjung

Tryggingafélagið VÍS hefur á síðustu misserum minnkað verulega um stöður sínar í skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni samtímis versnandi árferði á hlutabréfamörkuðum. Tvær stærstu fjárfestingareignir félagsins eru í dag eignarhlutir í óskráðum félögum.

Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“

Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði.

Sjá meira