Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Origo selur hlut sinn í Tempo á 28 milljarða

Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur gengið frá skuldbindandi samkomulagi um sölu á öllum 40 prósenta hlut sínum í Tempo fyrir 195 milljónir Bandaríkjadala í reiðufé, jafnvirði um 28 milljarða króna. Kaupandinn er bandaríski tæknifjárfestingarsjóðurinn Diversis Capital en söluandvirði hlutarins er næstum jafn mikið og núverandi markaðsvirði allrar Origo-samstæðunnar í Kauphöllinni.

Lífeyrissjóðir með þriðjung allra nýrra óverðtryggðra íbúðalána

Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 49 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Lífeyrissjóðirnir eru að ryðja sér aftur til rúms á íbúðalánamarkaði, samhliða því að bankarnir eru að draga hratt úr sínum umsvifum, en markaðshlutdeild þeirra þegar kemur að veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána í samanburði við bankanna er um þriðjungur frá áramótum.

Íslenskir sjóðir fjárfestu í Alvotech fyrir á fimmta milljarð

Fjögur stærstu íslensku sjóðastýringarfélögin fjárfestu í Alvotech fyrir samtals vel yfir fjóra milljarða króna í aðdraganda þess að líftæknilyfjafyrirtækið var skráð á markað hér heima og í Bandaríkjunum í júní síðastliðnum. Sjóðir opnir almennum fjárfestum í rekstri Íslandssjóða, dótturfélagi Íslandsbanka, voru þar umsvifamestir.

Íbúðaverð fer víða lækkandi og hér á landi hafa líkur á „leiðréttingu“ aukist

Íbúðaverð í mörgum löndum er farið að lækka nokkuð hratt að raunvirði, meðal annars á hinum Norðurlöndunum, samhliða kólnandi markaði og hækkandi fasteignalánavöxtum. Veruleg hækkun íbúðaverðs á Íslandi umfram ákvarðandi efnahagslega þætti á síðustu mánuðum bendir til „mikils ójafnvægis“ á fasteignamarkaði, að mati Seðlabankans.

Flýja hlutabréf vegna óvissu og lækkana á erlendum mörkuðum

Þótt efnahagshorfurnar hér á landi séu um margt betri en í okkar helstu viðskiptalöndum þá hafa verðlækkanir á íslenska hlutabréfamarkaðinum í mörgum tilfellum verið meiri en þekkist erlendis og er Úrvalsvísitalan niður um 15 prósent frá því um miðjan september. Áframhaldandi sala erlendra sjóða, aukin skortsala og hrina veðkalla gagnvart skuldsettum fjárfestum skýrir meðal annars þróunina að undanförnu, að sögn viðmælenda Innherja.

Tvö dótturfélög Orkuveitunnar ætla að sækja 50 milljarða í nýtt hlutafé

Tvö dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, Ljósleiðarinn og Carbfix, áforma að sækja sér samanlagt um 50 milljarða króna í nýtt hlutafé á næsta ári til að standa undir þeim miklu fjárfestingum sem eru boðaðar. Áætlanir gera ráð fyrir að sú hlutafjáraukning verði að minnsta kosti að hluta til með aðkomu annarra fjárfesta en OR.

Stöðutaka með krónunni tvöfaldast á árinu og nemur um 200 milljörðum

Áhugi fyrirtækja og fjárfesta til að verja sig fyrir gengisstyrkingu krónunnar hefur aukist verulega frá því að heimildir voru rýmkaðar á síðasta ári til eiga í afleiðuviðskiptum með gjaldmiðilinn. Umfang stöðutöku með krónunni hefur nær tvöfaldast frá áramótum sem þýðir að væntingar um innflæði gjaldeyris horft fram á við er þegar búið að hafa mikil áhrif á gengið.

Sjá meira