Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skortur á er­lendum sér­fræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar

„Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu.

Grein­endur búast ekki við að verð­bólgan hjaðni á nýjan leik fyrr en í lok ársins

Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan muni haldast á sömu slóðum í kringum fjögur prósent þegar ný mæling birtist í vikunni, samkvæmt meðalspá sex greinenda, en sögulega séð hefur verið afar lítill breytileiki í verðbólgumælingu ágústmánaðar. Verðbólgan mun í kjölfarið fara hækkandi á næstu mánuðum þótt bráðabirgðaspár hagfræðinga séu á talsvert breiðu bili.

Viðsnúningur í óverð­tryggðum íbúðalánum eftir inn­komu Kviku á markaðinn

Eftir langt tímabil þar sem heimilin hafa stöðugt verið að greiða upp óverðtryggð lán með veði í íbúð þá varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar þau jukust í fyrsta sinn í nærri þrjú ár. Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti atvinnufyrirtækja en þau eru sömuleiðis hætt að sækja í verðtryggða fjármögnun.

Van­metið verðbólguálag hefur reynst fjár­festum dýr­keypt undan­farin ár

Fjárfestar sem á undanförnum árum treystu á óverðtryggð skuldabréf hafa í reynd fengið litla sem enga raunávöxtun, en þeir sem sóttu í verðtryggð bréf hafa staðið mun betur að vígi. Samkvæmt nýrri greiningu er fullyrt að markaðurinn hafi kerfisbundið vanmetið verðbólguálag og þar með sjálft verðmæti þess að verja sig gegn miklum sveiflum í verðbólgu.

Gengi JBTM nálgast hæstu hæðir og grein­endur hækka verðmat sitt á fé­laginu

Hlutabréfaverð JBT Marel hefur sjaldan verið hærra eftir miklar hækkanir að undanförnu í kjölfar góðrar niðurstöðu á öðrum fjórðungi og aukinnar bjartsýni fjárfesta um vaxtalækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna. Greinendur hafa nýlega uppfært verðmat sitt á félaginu og ráðlagt fjárfestum að bæta við sig bréfum.

Tinna ráðin yfir til Alvotech

Tinna Molphy, sem stýrði fjárfestatengslum hjá Marel um árabil, hefur verið ráðin yfir til líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech.

Til að halda trúverðug­leika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“

Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.

Vextir ó­breyttir og ekki eru að­stæður til að slaka á raunaðhaldinu

Vaxtalækkunarferlið sem hófst undir lok síðasta árs er núna komið í biðstöðu með ákvörðun peningastefnunefndar að halda vöxtum óbreyttum, sem var í samræmi við væntingar, en samkvæmt nýrri spá Seðlabankans er útlit fyrir að verðbólga fari hækkandi næstu mánuði. Nefndin heldur óbreyttri leiðsögn um að ekki sé hægt að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi í kringum fjögur prósent meðan það er enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar.

Erum nánast háð því að líf­eyris­sjóðirnir fari út með um hundrað milljarða á ári

Þegar það fer að róast um hjá ferðaþjónustunni og lífeyrissjóðirnir fara á nýjan leik að bæta í gjaldeyriskaupin mun raungengi krónunnar, sem eru sögulega hátt um þessar mundir, án vafa leiðréttast en spurningin er hins vegar aðeins hversu mikið, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Framan af ári hafa lífeyrissjóðirnir keypt minna af gjaldeyri en á tímum faraldursins og mögulega er gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins það sterk að við erum háð því að sjóðirnir fari út með hátt í hundrað milljarða á ári eigi koma í veg fyrir „ósjálfbært“ raungengi.

Sjá meira