Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hag­kerfið vex undir getu og tapaðar út­flutnings­tekjur gætu verið 200 milljarðar

Þótt hagvöxtur hafi verið meiri en Seðlabankinn reiknaði með á þriðja fjórðungi þá munu þeir þjóðhagsreikningar ósennilega ríða baggamuninn við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann segir tölurnar ekki breyta stóru myndinni sem sýni að hagkerfið er að vaxa undir getu með tilheyrandi framleiðsluslaka og glataðar útflutningstekjur vegna ýmissa áfalla að undanförnu gætu numið samanlagt numið yfir 200 milljörðum.

Drangar klára þriggja milljarða út­boð og er í „af­burðar­stöðu“ fyrir ytri vöxt

Drangar, nýr leikandi á smásölumarkaði sem er eigandi að Orkunni, Samkaupum og Lyfjaval, hefur lokið við hlutafjáraukningu upp á ríflega þrjá milljarða og stjórnendur telja að félagið sé núna vel fjármagnað til að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum rekstrarúrbótum. Stefnt er að verulega bættri rekstrarafkomu strax á næsta ári, meðal annars vegna hagræðingaraðgerða og lokun verslana, en félagið telur sig vera í „afburðastöðu“ til að ná fram ytri vexti í gegnum samruna og yfirtökur.

Erum á upp­hafs­punkti ferðaþjónustu­hag­kerfis sem mun um­breyta Græn­landi

„Við erum núna stödd á upphafspunkti ferðaþjónustuhagkerfis sem á eftir að umbreyta Grænlandi á komandi áratug,“ fullyrti forstjóri fjárfestingarfélagsins PT Capital á fjölmennri ráðstefnu um viðskiptatækifæri á Norðurslóðum, en nú þegar er búið að ráðast í verulegar fjárfestingar í flugvöllum sem gæti fjölgað flugfarþegum til landsins upp í meira en 400 þúsund. Til að mæta vaxandi eftirspurn ferðamanna er hins vegar þörf á hóteluppbyggingu fyrir mögulega jafnvirði hundrað milljarða íslenskra króna.

Eig­andi Norður­áls fer í hart við Orku­veituna en segist fá allt tjónið bætt

Eigandi Norðuráls upplýsti bandaríska fjárfesta og markaðsaðila um það fyrr í þessum mánuði að tryggingar félagsins myndu bæta því upp allt tjón vegna bilunar í álveri þessi á Grundatanga, bæði þegar kemur að eignum og neikvæðum áhrifum á reksturinn, en á sama tíma ætlar fyrirtækið ekki að greiða fyrir alla umsamda orku frá Orkuveitunni. Langsamlega stærsti eigandi Century Aluminum seldi nýverið verulegan hluta bréfa sinna í félaginu.

Synjun FDA von­brigði en staðan hjá Al­vot­ech „á­gæt þrátt fyrir mót­læti“

Vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðu Alvotech þá er er sennilegast að samþykki markaðsleyfis í Bandaríkjunum fyrir þrjár nýjar líftæknilyfjahliðstæður muni ekki fást fyrr en á seinni árshelmingi 2026, að mati hlutabréfagreinanda, sem telur stöðu félagsins samt vera ágæta þrátt fyrir mótlæti. Fjárfestum er ráðlagt sem fyrr að kaupa og þótt nýtt virðismat á Alvotech sé lækkað þá er það langt yfir núverandi markaðsgengi.

Bætt eigin­fjár­staða er undir­staða á­forma Lands­nets um auknar fjár­festingar

Verulega bætt eiginfjárstaða Landsnets síðustu ár samhliða mikilli arðsemi, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að vera meðal annars drifin áfram af háaum flutningsgjöldum, gegnir lykilhlutverki í áformum fyrirtækisins að auka fjárfestingar í orkuinnviðum og tryggja um leið trausta arðgreiðslugetu, að sögn forstjóra félagsins. Hún segir ólíka uppbyggingu á raforkukerfum þjóða skekkja samanburð á flutningskostnaði en frá því gjaldskrá stórnotenda var færð yfir í Bandaríkjadal á árinu 2007 hafi gjöldin hins vegar lækkað um fimmtán prósent að raunvirði.

Vara við skarpri lækkun og vertakar og lán­veit­endur ættu að „spenna beltin“

Byggingarverktakar og lánveitendur ættu „að spenna beltin“ núna þegar framundan er verðaðlögun að greiðslugetu kaupenda á fasteignamarkaði, einkum nýbyggingum, sem gæti komið fram í allt að 25 prósenta raunverðslækkun áður en botninn verður sleginn í markaðinn snemma árs 2027, að mati greinenda ACRO. Aðgengi almennings að verðtryggðum íbúðalánum hefur í seinni tíð ekki verið jafn þröngt og núna, það muni því augljóslega eitthvað láta undan þegar kaupgetan er ekki fyrir hendi á þeim verðum sem bjóðast.

Sjá meira