Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lánað 80 milljarða til fyrirtækja á fyrstu fjórum mánuðum ársins

Ekkert lát er á stöðugum vexti í nýjum útlánum bankanna til fyrirtækja sem námu yfir 25 milljörðum króna í apríl, litlu minna en í mánuðinum þar á undan, á meðan áfram heldur að hægja á íbúðalánum til heimila samtímis hækkandi vöxtum Seðlabankans.

Seðlabankinn greip inn í til að hægja á styrkingu krónunnar

Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði á föstudaginn fyrir helgi þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja.

Verðmetur Ölgerðina um 27 prósentum yfir útboðsgengi félagsins

Hlutafé Ölgerðarinnar, sem verður skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni í næsta mánuði, er metið á tæplega 32 milljarða króna í nýju verðmati sem hefur verið framkvæmt af Jakobsson Capital í aðdraganda hlutafjárútboðs drykkjarvöruframleiðandans.

Hagnaður Já eykst verulega og nemur nærri 80 milljónum

Tekjur hlutafélagsins Já, sem rekur vefsíðuna og appið já.is, ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818, hækkuðu um liðlega 15 milljónir á árinu 2021 og námu samtals tæplega 1.200 milljónum króna. Þá jókst hagnaður félagsins um 75 prósent á milli ára og var samtals um 78 milljónir.

Bandarískur fjármálarisi bætir enn við hlut sinn í Íslandsbanka

Sjóðir í stýringu bandaríska félagsins Capital Group, sem hefur verið einn stærsti eigandi Íslandsbanka allt frá skráningu hans á markað í fyrra, juku enn frekar við eignarhlut sinn í bankanum fyrr í þessum mánuði með kaupum á bréfum fyrir samtals nærri 400 milljónir króna. Capital Group fer núna með 5,22 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka.

Hagnaður Hvals sjöfaldast og nemur 3,5 milljörðum eftir sölu í Origo

Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni, jókst um meira en sjöfalt á síðasta fjárhagsári fjárfestingafélagsins og nam tæplega 3,5 milljörðum króna borið saman við 490 milljónir á árinu áður. Þar munar mikið um sölu Hvals á öllum 13 prósenta hlut félagsins í Origo sumarið 2021 en bókfærður hagnaður vegna hennar var yfir 2,2 milljarðar.

Hlutabréfaverð Íslandsbanka fellur og nálgast gengið í útboði ríkissjóðs

Gengi bréfa Íslandsbanka hefur lækkað um tvö prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í morgun og stendur nú í 117,8 krónum á hlut. Hlutabréfaverðið er því aðeins tæplega einni krónu hærra, eða sem nemur 0,7 prósentum, en þegar ríkissjóður seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum með tilboðsfyrirkomulagi fyrir samtals tæplega 53 milljarða króna fyrir um tveimur mánuðum.

Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin

Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“

Hömlur á erlendu eignarhaldi ýta Síldarvinnslunni út úr vísitölu FTSE

Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell hefur ákveðið að Síldarvinnslan, eitt stærsta útgerðarfélag landsins, verði ekki á meðal þeirra fyrirtækja í Kauphöllinni sem verða tekin inn í sérstaka vísitölu nýmarkaðsríkja vegna þeirra víðtæku takmarkana sem gilda um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi.

Sjá meira