Leitað að manni með öxi Lögregla rannsakar nú mál þar sem tvö ungmenni eru sögð hafa veist að því þriðja, slegið með áhaldi og rænt. Atvikið er sagt hafa átt sér stað við verslunarmiðstöð. 8.9.2025 06:24
Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Angela Rayner, aðstoðarforsætisráðherra og húsnæðismálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Athugun leiddi í ljós að hún hefði ekki greitt alla þá skatta og gjöld sem hún átti að greiða þegar hún keypti 800.000 punda íbúð í Austur-Sussex. 5.9.2025 12:02
Hertogaynjan af Kent er látin Buckingham höll hefur kunngjört andlát Katharine Lucy Mary Worsley, hertogaynjunnar af Kent. Hún lést í Kensington-höll í gær, umvafinn ástvinum sínum. 5.9.2025 11:28
Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur valið stjórnmála- og athafnamanninn Anutin Charnvirakul til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Hann verður þriðji forsætisráðherrann á aðeins tveimur árum. 5.9.2025 11:06
252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Alls hafa 252,6 milljónir króna runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á síðustu tíu árum. Engar greiðslur voru hins vegar í ríkissjóð úr dánarbúum árin 2015 til 2018. 5.9.2025 08:49
Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú að banna trans fólki að bera skotvopn, í kjölfar skotárásar í kaþólskum skóla í Minneapolis í síðustu viku. Tvö börn létust en 23 ára trans kona er grunuð um árásina. 5.9.2025 08:10
Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Yfirvöld í Svíþjóð hafa sakað Rússa um að standa að baki verulegri fjölgun atvika þar sem staðsetningarbúnaður er gerður óvirkur. Þau séu að verða daglegur viðburður. 5.9.2025 07:22
Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gekkst nýlega undir aðgerð á höfði til að fjarlægja húðkrabbamein. Þetta staðfestir talsmaður hans í kjölfar þess að myndir voru birtar af Biden með sár á höfðinu. 5.9.2025 06:36
Líkamsárás á gistiheimili Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í nótt þar sem tilkynnt var um líkamsárás. Önnur átti sér stað á gistiheimili í póstnúmerinu 105 en þar var einn handtekinn og annar fluttur á slysadeild. 5.9.2025 06:23
Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Um það bil 30 þjóðarleiðtogar taka nú þátt í ráðstefnu í París, um öryggistryggingar til handa Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, stýra fundum en margir eru sagðir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. 4.9.2025 12:22