Tilkynnt um líkamsárás í kjölfar dyraats Frá 19 í gærkvöldi til 5 í morgun voru 45 mál skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá gista fimm einstaklingar fangageymslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 15.9.2021 06:25
Ný reglugerð tekur gildi á miðnætti: 500 mega koma saman og opnunartími lengdur Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund, það er að segja að staðirnir mega hleypa gestum inn til miðnættis en verða að vera búnir að loka klukkan eitt. 14.9.2021 11:47
Lögmaður Andrésar segir samkomulag Giuffre og Epstein fría prinsinn ábyrgð Lögmaður Andrésar, hertogans af York, segir kæru Virginiu Giuffre á hendur prinsinum rakalausa og óframfylgjanlega. Hann segir sátt Giuffre við Jeffrey Epstein leysa Andrés undan allri ábyrgð og þá hafi honum ekki verið birt stefna með réttum hætti. 14.9.2021 09:13
Sleppti Met Gala vegna bólusetningarkröfu og lætur gagnrýnendur heyra það Tónlistarkonan Nicki Minaj var meðal þeirra sem mættu ekki á Met Gala í gærkvöldi, sökum þess að kröfur voru gerðar um bólusetningu. Hvatti hún þá sem völdu að mæta til að fara varlega og bera góða grímu. 14.9.2021 08:17
Hafa áhyggjur af vetrinum og auglýsa eftir hlýjum fatnaði og skóm „Þetta hefur gengið mjög vel upp á síðkastið. Við höfum áhyggjur af vetrinum en það hefur ekki stoppað hurðin og síminn síðan ég setti þetta inn áðan,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, þegar Vísir ræddi við hana í gærmorgun. 14.9.2021 07:22
Félag atvinnurekenda krefst svara um lögmæti netsölu á áfengi Félag atvinnurekenda hefur enn ekki fengið svar við fyrirspurn sinni um lögmæti netsölu á áfengi, þrátt fyrir að hún hafi legið inni um nokkurt skeið hjá tveimur ráðuneytum. 14.9.2021 06:33
SalesCloud bætir við sig fjórum starfsmönnum Hugbúnaðarfyrirtækið SalesCloud hefur ráðið fjóra nýja starfsmenn; Maríu Björk Gísladóttur, Friðrik Má Jensson, Pálma Þormóðsson og Rúnar Leví Jóhannsson. 13.9.2021 09:37
Bílvelta á Keilisbraut og kannabislykt í Njarðvík Bíll valt við Keilisbraut um klukkan tvö í nótt. Atvik voru þannig að ökumaðurinn hugðist snúa bifreið sinni við en bakkaði ofan í skurð með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Tveir voru í bílnum og sluppu heilir á húfi en ökumaðurinn er grunaður um ölvun. 13.9.2021 09:01
Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. 13.9.2021 08:44
Skýrslutaka í Rauðagerðismálinu hefst í héraðsdómi í dag Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og munu skýrslutökur standa yfir fram á fimmtudag. Málflutningur fer fram fimmudaginn 23. september næstkomandi. 13.9.2021 07:11