„Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. 28.4.2023 08:59
Löggjafinn í Kansas samþykkir víðtækt salernis-bann Löggjafinn í Kansas hefur samþykkt lög sem banna trans fólki að nota það salerni sem samræmist kynvitund þeirra. Um er að ræða eina mest takmarkandi löggjöfina af þessu tagi í Bandaríkjunum, þar sem hún nær ekki aðeins til salerna í skólum. 28.4.2023 07:24
Athugull borgari kom upp um felustað óhlýðins ökumanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tvisvar kölluð út vegna líkamsárása í gær og einu sinni vegna hótana. Í tilkynningu lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar segir ekkert meira um líkamsárásirnar en einn var handtekinn í tengslum við hótanirnar. 28.4.2023 06:42
Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28.4.2023 06:31
Milljarða halli á borginni og fast skotið á ríkið vegna fatlaðs fólks Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. 27.4.2023 13:27
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27.4.2023 07:19
Hnífaþjófnaður, háreysti og líkamsárásir meðal verkefna lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð út vegna einstaklings sem var staðinn að því að stela hnífum úr ónefndri verslun og fela þá innan klæða. 27.4.2023 06:47
Selenskí og Xi áttu „langt og innihaldsríkt“ samtal í morgun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Xi Jinping, forseti Kína, ræddu saman í síma í morgun. Um er að ræða fyrsta samtalið sem leiðtogarnir eiga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. 26.4.2023 12:03
Japanir í baráttu gegn veiðiþjófnaði á sæbjúgum Lögregluyfirvöld í Japan hafa handtekið fimm einstaklinga í tengslum við þjófnað á um það bil 600 kílóum af sæbjúgum. Sæbjúgun eru heldur ófrýnileg en þykja hið mesta lostæti og hafa vakið athygli skipulagðra glæpahópa í landinu. 26.4.2023 11:38
Tekinn af lífi fyrir samsæri um innflutning á kílói af kannabis Tangaraju Suppiah, 46 ára, hefur verið tekinn af lífi í Singapúr fyrir samsæri um smygl á kílói af kannabis. Tangaraju var hengdur í morgun, þrátt fyrir mótmæli Sameinuðu þjóðanna og aðgerðasinna. 26.4.2023 07:46