Hald lagt á stóran hátalara eftir ítrekað ónæði síðustu nætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af einstaklingi í nótt sem ku hafa farið um miðborgina síðustu nætur með stóran hátalara, spilað háværa tónlist og truflað nætursvefn íbúa. 8.6.2023 06:59
Reginn gerir yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags Stjórn Regins hf. hefur ákveðið að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Tilboðið verður að fullu fjármagnað með útgáfu nýs hlutafjar í Regin að fenginni heimild hlutahafafundar. 8.6.2023 06:42
Óþarfi að einstaklingur sé einhleypur ef skilgreining „foreldra“ er skýr Óþarfi er að krefjast þess að einstaklingar séu einhleypir þegar þeir hyggjast nýta kynfrumur í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts maka, svo lengi sem kveðið sé skýrt og áréttað í lögum hverjir eru foreldrar þess barns eða barna sem verða til. 7.6.2023 08:31
Segja prímata hafa stundað sjálfsfróun í 40 milljón ár Þróunarfræðingar segja sjálfsfróun hafa verið iðkaða meðal prímata fyrir allt að 40 milljón árum síðan. Þeir hafa kortlagt hegðunina meðal núlifandi prímata en segja enn óljóst hvaða þróunarfræðilega tilgangi hún hefur þjónað. 7.6.2023 08:26
Mikið um tilkynningar vegna hávaða og drykkju ungmenna Margar tilkynningar bárust lögreglu í gærkvöldi og nótt um hávaða og drykkju ungmenna og þá bárust nokkrar tilkynningar vegna veikinda. Þess ber að geta í því samhengi að útskriftir fóru víða fram í gær. 7.6.2023 06:36
Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7.6.2023 06:24
Árni Johnsen er látinn Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára. 7.6.2023 06:04
Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. 6.6.2023 11:11
Óttast „stjórnlausan“ flaum hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum Áhyggjur eru uppi vegna „stjórnlauss“ brottflutnings hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum á borð við Ghana til efnaðri ríkja, til að mynda Bretlands. Árið 2022 voru 1.200 hjúkrunarfræðingar frá Ghana nýskráðir á lista yfir hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum. 6.6.2023 08:49
Lögmenn Trump funduðu um gagnamálið í dómsmálaráðuneytinu Þrír lögmenn Donald Trump áttu tveggja tíma fund í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær til að ræða framgöngu sérstaks saksóknara við rannsókn á meðhöndlun forsetans fyrrverandi á leynilegum gögnum. 6.6.2023 07:32