Gekkst undir fullt brjóstnám og greindist svo í annað sinn Ofurfyrirsætan Linda Evangelista hefur greint frá því að hafa tvívegis greinst með krabbamein og hafa gengist undir fullt brjóstnám. Hún segir horfurnar ágætar en ekki frábærar. 7.9.2023 07:36
Áætlaður kostnaður við sáttmálann nú 300 milljarðar í stað 160 Nýjustu sviðsmyndir sem kynntar hafa verið aðilum samgöngusáttmálans svokallaða sýna að áætlaður kostnaður vegna hans stendur nú í 300 milljörðum í stað 160 milljarða upphaflega. 7.9.2023 07:03
Sex í fangageymslum eftir nóttina og töluverðum fjármunum stolið Sex gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið, þar af fjórir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Fleiri voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum en sleppt eftir blóðsýnatökur. 7.9.2023 06:29
„Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla“ Efnahagsmál og verðbólga verða meðal þess sem verður meðal fyrirferðarmestu viðfangsefna á Alþingi á þeim þingvetri sem er framundan. Þing kemur saman í næstu viku. 6.9.2023 16:36
Pallborðið: Hver verða hitamálin í vetur? Hver verða stóru málin á Alþingi í vetur? Heldur ríkisstjórnin velli? Þessar verða meðal þeirra spurninga sem við freistum þess að svara í Pallborðinu á Vísi klukkan 15 í dag. 6.9.2023 13:13
Verður að skrá sig og vera heima ef það vill leigja út til skemmri tíma Nýjar reglur um skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis hafa tekið gildi í New York, sem forsvarsmenn Airbnb hafa sagt jafngilda „banni“ gegn fyrirtækinu og öðrum í sama bransa. 6.9.2023 08:47
Krabbameinsgreiningum hjá yngri en 50 ára fjölgað um 80 prósent Einstaklingum sem greinast með krabbamein áður en þeir verða 50 ára fjölgaði um 79 prósent á árunum 1990 til 2019. Dauðsföllum af völdum krabbameins fjölgaði um 27 prósent í umræddum aldurshóp. 6.9.2023 07:27
„Er matur raunverulega dýr á Íslandi?“ spyr forstjóri Haga „Er matur raunverulega dýr á Íslandi?“ spyr Finnur Oddsson, forstjóri Haga, í viðtali við Morgunblaðið. Hann segir að færa megi rök fyrir því að það sé ódýrara fyrir „heimafólk“ að kaupa í matinn hérlendis en á flestum stöðum í Evrópu, að minnsta kosti hlutfallslega miðað við útgjöld eða laun. 6.9.2023 06:51
Fjórtán ára ökumaður stöðvaður í miðborginni um hánótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni um klukkan 3.30 í nótt en um reyndist að ræða fjórtán ára dreng. Hafði hann tekið umrædda bifreið í leyfisleysi og var sóttur af móður sinni. 6.9.2023 06:31
Hótaði gestum veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær um mann sem var að ógna starfsfólki veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni. Maðurinn ók í burtu en var stöðvaður skömmu síðar og reyndist undir áhrifum fíkniefna. 5.9.2023 07:36