Ísraelsmenn komnir inn á al Shifa-sjúkrahúsið Ísraelsher segist standa í hernaðaraðgerð gegn Hamas innan al Shifa-sjúkrahússvæðisins. Um sé að ræða hnitmiðaða aðgerð á afmörkuðu svæði. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segir herinn við leit í kjallara sjúkrahúsbyggingarinnar. 15.11.2023 06:43
Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Einn af mönnunum sem var dæmdur í fangelsi fyrir morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskayu árið 2006 hefur verið náðaður eftir að hafa barist í Úkraínu. 14.11.2023 12:06
Lýstu áhyggjum af víðtækum undanþágum frá lögum vegna gjaldtöku Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagði til að ákvæði frumvarps um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga er varða sértaka gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni við Svartsengi yrðu felld á brott áður en frumvarpið yrði samþykkt. 14.11.2023 10:55
Konum með háskólamenntun fjölgað mun meira en körlum Meira en helmingur kvenna á aldrinum 25 til 64 ára var með háskólamenntun árið 2022 en 33 prósent karla. Konum með háskólamenntun hefur fjölgað um 25 prósent frá 2003 en körlum um níu prósent. 14.11.2023 09:49
Hæstiréttur Bandaríkjanna setur sér siðareglur í fyrsta sinn Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sett sér siðareglur í fyrsta sinn en nokkrir dómarar við dómstólinn hafa sætt harðri gagnrýni síðustu misseri fyrir að þiggja alls konar gjafir. 14.11.2023 08:33
Íslenska liðið lagði Norðmenn með Carlsen í broddi fylkingar Íslenska liðið í opnum flokki í skák lagði Norðmenn, með Magnús Carlsen í broddi fylkingar, í þriðju umferð EM landsliða í Budva í Svartfjallalandi í gær. 14.11.2023 07:50
Líkin hrannast upp og læknir segir ástandið á al Shifa „ómannlegt“ „Við erum ekki með rafmagn. Það er ekkert vatn á spítalanum,“ sagði læknir á vegum Lækna án landamæra á al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa þegar samtökin náðu sambandi við hann í gær. 14.11.2023 07:26
Vaktin: Grindavík eins og skriðjökull Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14.11.2023 05:40
Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13.11.2023 09:02
Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13.11.2023 06:08