Altman snýr aftur til OpenAI Sam Altman, einn stofnenda OpenAI, mun snúa aftur í forstjórastólinn aðeins dögum eftir að stjórn fyrirtækisins lét hann fjúka. Ákvörðunin um að láta Altman fara var harðlega mótmælt og niðurstaðan sú að stjórnarmeðlimum verður skipt út fyrir nýja. 22.11.2023 07:56
Þeim fjölgar sem finnast löngu eftir andlát Þeim fjölgar ört sem látast á Englandi og í Wales en finnast ekki fyrr en löngu seinna, þannig að líkin eru farin að brotna niður. Vísindamenn segja þáttum á borð við aukna félagslega einangrun um að kenna. 22.11.2023 07:09
Ráðuneytið aðhefst ekki frekar vegna nýrrar Dimmalimm Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna nýrrar útgáfu af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Útgefandinn fagnar niðurstöðunni en gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðuneytisins. 22.11.2023 06:48
Lögregla kölluð til vegna líkamsárásar og slagsmála á veitingastað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um slagsmál í gærkvöldi eða nótt. Í öðru tilvikinu reyndist einn slasaður og var annar handtekinn fyrir líkamsárás. 22.11.2023 06:32
Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22.11.2023 06:25
Dauðsfall konu í rassastækkun orðið milliríkjamál Embættismenn frá Bretlandseyjum munu funda með kollegum sínum í Tyrklandi eftir að bresk kona lést þegar hún gekkst undir rassastækkun á einkaspítala í Istanbúl. 21.11.2023 11:33
Málið áfram og Rocky á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi Dómari í Los Angeles úrskurðaði í gær að ákæruvaldið hefði næg sönnunargögn til að draga tónlistarmanninn ASAP Rocky fyrir dóm fyrir að hafa skotið á æskuvin sinn og samstarfsmann fyrir utan hótel í Hollywood árið 2021. 21.11.2023 08:26
Íbúum um 100 fasteigna hleypt inn í Grindavík í dag Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum um 100 fasteigna inn í Grindavík í dag. Aðgerðir hefjast klukkan 9 en forsvarsmönnum fyrirtækja verður hleypt inn klukkan 15. 21.11.2023 08:05
Stjórnarandstaðan sprengdi reyksprengjur og kveikti eld í þingsal Stjórnarandstöðuþingmenn í Albaníu sprengdu reyksprengjur og kveiktu eld í miðjum þingsal í gær til að freista þess að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlög 2024. 21.11.2023 07:10
Einn ók á ljósastaur sem féll á annan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna umferðarslyss á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Þar hafði bifreið verið ekið á ljósastaur, með þeim afleiðingum að staurinn féll ofan á aðra bifreið. 21.11.2023 06:56