Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Suðurkóresk „sannleiksnefnd“ hefur komist að þeirri niðurstöðu að tugþúsundir barna hafi verið send úr landi eins og „farangur“, til ættleiðingar erlendis. 27.3.2025 07:46
Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að stjórnvöld vestanhafs hygðust leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af Evrópusambandinu og Kanada. 27.3.2025 06:42
Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Fyrirtæki í eigu Edward „Big Balls“ Coristine virðist hafa veitt tölvuþrjótum tækniaðstoð fyrir um það bil tveimur árum. Coristine er nú einn starfsmanna DOGE og skráður sem „ráðgjafi“ á starfsmannaskrá utanríkisráðuneytisins og netöryggisstofnuninni CISA. 26.3.2025 12:41
24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Að minnsta kosti 24 hafa látist í skógareldum í Suður-Kóreu, sem stjórnvöld segja fordæmalausa. Flestir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þá eru 26 særðir, þar af tólf lífshættulega. 26.3.2025 11:40
Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26.3.2025 07:31
Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist bera fulla ábyrgð á spjalli hæst settu embættismanna landsins á sviði öryggismála á samskiptaforritinu Signal. 26.3.2025 06:53
Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Ungmenni í Reykjavík kýldi lögreglumann í síðuna og beit annan við eftirlit lögreglu með hópamyndun við verslunarkjarna í umdæminu Breiðholt/Kópavogur í gærkvöldi eða nótt. 26.3.2025 06:22
Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Nokkur óvissa er uppi með það hvort uppljóstrað verður um niðurstöður viðræðna Bandaríkjamanna og Rússa í Ríad í Sádi Arabíu, þar sem staðan í Úkraínu var til umræðu og möglegt samkomulag um sjóumferð á Svartahafi. 25.3.2025 13:12
Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Afi og amma hins tveggja ára Émile Soleil hafa verið handtekin og eru grunuð um að hafa orðið drengnum að bana. Soleil var leitað í þorpinu Le Vernet í frönsku Ölpunum sumarið 2023 en líkamsleifar hans fundust vorið 2024. 25.3.2025 11:53
Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Horfur eru á 1,8 prósent hagvexti í ár og að hann verði drifinn áfram af aukinni innlendri eftirspurn, á meðan framlag utanríkisviðskipta verður neikvætt. 25.3.2025 09:17