Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7.11.2018 18:30
Raunverð íbúða hærra en nokkru sinni en jafnvægi að nást Hækkun á verði húsnæðis síðustu tólf mánuði hefur ekki verið minni frá því árið 2011. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr en aukið framboð á nýju húsnæði heldur verðinu uppi að mati hagfræðideildar Landsbankans. 7.11.2018 12:44
Stefnt að samræmdum kennitölum á Norðurlöndum Áhersla verður lögð á málefni unga fólksins, sjálfbæra ferðamennsku og hafið undir formennsku Íslands í ráðherranefnd Norðurlandaráði á næsta ári. 6.11.2018 20:59
Vilja undanþiggja afurðarstöðvar frá samkeppnislögum Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. 6.11.2018 14:59
Húsnæðismál og málefni Norðurlandanna í Víglínunni Fólk sem á lítið eða ekkert fé til útborgunar í íbúð getur heldur ekki tekið hagstæðustu lánin hjá lífeyrissjóðunu vegna þess hvað veðhlutfall þeirra er lágt. 3.11.2018 11:04
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1.11.2018 19:04
Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Á tvíhliða fundi forsætisráðherranna kom í ljós skýr vilji til þess að tryggja réttindi Íslendinga og Breta þegar Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu eftir fimm mánuði. 30.10.2018 21:24
Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. 26.10.2018 19:00
Drífa segir gríðarleg verkefni framundan hjá ASÍ Drífa segir að það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. 26.10.2018 12:05
Ágúst Ólafur segir fjármálaráðherra sigla kjaraviðræðum í strand Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. 25.10.2018 19:30