„Við erum að fara lengra og lengra út af brautinni“ Utanríkisráðherra segist ekki bjartsýnn á að niðurstaða fáist í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Stríðið sýni skýrt að hægt sé að brjóta niður þau kerfi og réttindi, sem byggð hafa verið upp áratugum saman, á svipstundu. 10.3.2022 22:33
Halldóra Fríða oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi og varaþingmaður mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslistinn var samþykktur samhljóða á almennum félagsfundi í dag. 10.3.2022 22:30
Einar Þorsteinsson borgarstjóraefni Framsóknar Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, leiðir lista Framsóknarflokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, skipar annað sætið á listanum, sem var samþykktur á aukakjördæmaþingi á Hótel Hilton í kvöld. 10.3.2022 22:22
Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10.3.2022 22:01
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10.3.2022 20:32
Segir árásina á barnaspítalann til marks um þjóðarmorð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sendi leiðtogum Vesturlanda tóninn í kvöld. Það gerði hann í nýju ávarpi, sem hann birti á netinu þar sem hann sagði Rússa hafa sannað að þeir ætluðu sér að fremja þjóðarmorð gagnvart Úkraínumönnum. 9.3.2022 23:44
Aaron Ísak ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum Söngvarinn Aaron Ísak Berry segist hvorki siðblindur né með barnagirnd og aldrei myndu gera barni mein vís vitandi. Réttarhöld yfir Aaroni standa nú yfir þar sem hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum. Tveir þeirra voru tólf ára gamlir þegar meint brot áttu sér stað. 9.3.2022 23:44
Biður forsætisnefnd um hvítan Monster á Alþingi Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur sent forsætisnefnd Alþingis formlegt erindi þess efnis að orkudrykkurinn Monster Ultra Energy White, betur þekktur sem hvítur Monster, verði gerður aðgengilegur í mötuneyti Alþingis. 9.3.2022 22:55
Sigvaldahús í Skerjafirði á markaði í tæpt ár hefur lækkað um sextíu milljónir Einbýlishús við Skildinganes í Skerjafirði, sem var teiknað af Sigvalda Thordarson arkítekt, hefur verið á sölu síðan í maí í fyrra og hefur ásett verð lækkað um 57 milljónir króna. 9.3.2022 22:31
Röskva kynnir framboðslistana Framboðslistar Röskvu - samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í kvöld. Kosningar fara fram 23. og 24. mars næstkomandi. 9.3.2022 22:03