Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Alltaf smá sirkus í mér“

Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Anna Maggý og Ashley Tisdale á listamessunni LA Art Show

Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý er stödd í Kaliforníu um þessar mundir en hún er með bás á alþjóðlegu listamessunni LA Art Show. Með henni í för er Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, en blaðamaður tók aðeins púlsinn á þeim.

„Erfitt að vera berskjölduð en ég hef gott af því“

Hin 24 ára gamla Saga Matthildur kom, sá og sigraði Idolið í ár með einstakri rödd sinni og einkennandi dulúð. Frá barnæsku dreymdi hana um að vinna við tónlist en lífið þvældist þó fyrir, sem fékk hana til að missa trúna á sjálfri sér um tíma. Hún hefur nú sigrast á ýmsum hindrunum og er að eigin sögn rétt að byrja. Blaðamaður settist niður með Sögu Matthildi og fékk nánari innsýn í líf hennar og listsköpun.

Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór í topp fimm

Það má með sanni segja að Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór séu með þekktari tónlistarmönnum okkar Íslendinga en síðasta samstarfsverkefni þeirra var lagið Vinn við það. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 í síðustu viku og hefur nú stokkið beint í fimmta sæti listans.

Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm

Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Eydís Evensen tilkynnir Evróputúr

Það er mikið um að vera hjá tónskáldinu og píanóleikaranum Eydísi Evensen, sem hefur vakið athygli í hinum stóra heimi, en hún var að senda frá sér tónverkið Tephra Horizon og tónlistarmyndband við. Er um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu en Eydís er einnig á leið í stórt tónleikaferðalag. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað

„Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim.

„Það er enginn að fara að stoppa mig“

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sigríðar Óskar Hrafnkelsdóttur, Siggu Ózkar, við lagið Gleyma þér og dansa. Er um að ræða framlag hennar til Söngvakeppninnar í ár, hér í órafmögnuðum búning. Blaðamaður tók púlsinn á Siggu Ósk.

Segir dýpsta sannleikann koma fram í flæði

„Ég var alltaf að fela mig fyrir aftan einhvern annan í tónlistinni,“ segir Ísleifur Eldur Illugason tónlistarmaður, sem notast við listamannsnafnið Izleifur. Hann var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Á Heilanum, en hefur í gegnum tíðina unnið með ýmsum tónlistarmönnum.

Sjá meira