„Ég var stundum háskælandi að mála þessi verk“ „Ég dett bara í einhverja hugleiðslu og mála án þess að hugsa of mikið. Ég leyfi því að gerast sem vill gerast,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason. Lífið tók óvænta og kærkomna stefnu hjá honum eftir að hann fékk tækifæri hjá galleríi í Chicago en síðan þá hefur hann verið að gera öfluga hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur Helgason er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 22.4.2023 07:01
Þakklátur að geta valið tónlistina fram yfir herinn Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan. 20.4.2023 09:00
Hugmynd sem kviknaði eftir pílagrímsferð til New York „Mig langaði að gera þeirri tónlist sem ég hef samið á undanförnum árum góð skil,“ segir píanóleikarinn og tónskáldið Magnús Jóhann Ragnarsson, sem stendur fyrir fjögurra kvölda tónleikaseríu í Mengi og hefst hún á fimmtudagskvöld. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Jóhanni. 19.4.2023 07:00
Ferillinn fór á flug eftir örlagaríka listasýningu vestanhafs „Ég fór úr því að vera einn í kjallara heima hjá mér að mála í einhverju ströggli og yfir í að geta allt í einu farið að lifa á því að gera myndlist, sem virðist hafa gerst á einni nóttu,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason, sem hefur verið að gera góða hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur fer eigin leiðir í listinni og er óhræddur við að kafa djúpt inn á við í sinni listsköpun en hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 17.4.2023 07:00
Kristmundur Axel með tvö lög á Íslenska listanum Rapparinn Kristmundur Axel hefur með sanni átt öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf að undanförnu og kom meðal annars fram á Hlustendaverðlaununum í ár. Hann er mættur á Íslenska listann á FM með ekki bara eitt heldur tvö lög. 15.4.2023 17:01
Fimleikamaður sem elskar hælaskó: „Það eru ekki allir að dæma eins og við höldum svo oft“ Fimleikamaðurinn og lífskúnstnerinn Örn Frosti hefur mikinn áhuga á tískunni og finnst gaman að tjá sig í gegnum hana. Með tímanum hefur hann orðið öruggari með sinn persónulega stíl og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skína skært. Örn Frosti er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15.4.2023 11:30
„Veit um tvær stelpur sem eru skírðar í höfuðið á laginu mínu“ „Ég byrjaði í tónlist þegar ég var pínulítill. Pabbi er söngvari og ég var fimm ára þegar ég byrjaði að spila á gítar,“ segir tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson, sem skrifaði átján ára gamall undir plötusamning í Austurríki. Hann hefur verið að gera góða hluti þar undanfarin ár, er með milljónir spilanna á streymisveitunni Spotify og hefur spilað víða á tónleikum. Blaðamaður hitti hann í kaffi og tók púlsinn á honum. 15.4.2023 07:01
Segir eitt að djamma niðri í bæ en allt annað að djamma á hálendinu Ljósmyndarinn Benjamin Hardman heillaðist af Íslandi frá fyrstu heimsókn og var staðráðinn í að flytja hingað, sem hann svo gerði. Hann er hugfanginn af landslaginu og grípur stórbrotin augnablik á filmu í starfi sínu sem ljósmyndari og tökumaður en það er honum afar minnisstætt að hafa heimsótt hálendið í fyrsta skipti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 14.4.2023 07:01
Kim Kardashian sýnir ógnvekjandi hliðar Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er óhrædd við að takast á við ný og jafnvel ógnvekjandi verkefni, ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar kom fram að Kim fari með hlutverk í væntanlegri seríu af hryllingsþáttunum American Horror Story. 11.4.2023 10:55
Draumurinn rættist þegar Netflix hringdi Ljósmyndarinn Benjamin Hardman hefur verið hugfanginn af Íslandi frá því hann kom hingað í fyrsta skipti árið 2013. Tveimur árum síðar flutti hann hingað og hefur síðan þá unnið hörðum höndum að því að láta draum sinn rætast um að vinna af fullum krafti við ljósmyndun og myndbandsgerð. Hann á að baki sér áhugaverða og einstaka sögu en Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 10.4.2023 07:01
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent