
Héldu að þyrlan væri að fara í sjóinn
„Við héldum að vélin væri að fara, það var bara þannig. Við værum bara búnir að missa hana,“ segir Auðunn Kristinsson, sem var sigmaður á TF-LÍF þegar áhöfn hennar var að bjarga átta aðframkomnum varðskipsmönnum af Triton úr foráttubrimi á strandstað Wilson Muga suður af Sandgerði í desember 2006.