Embætti landlæknis hagnaðist um tæpar 300 milljónir Á rekstrarárinu 2021 hagnaðist Embætti landlæknis um 292 milljónir króna. Árið áður hagnaðist embættið um 36 milljónir króna og því er um að ræða rúmlega áttfalda hagnaðaraukningu milli ára. 2.7.2022 15:18
Komu í veg fyrir úrskurð sem leyfði þungunarrof í Texas Hæstiréttur í Texas-ríki hefur komið í veg fyrir úrskurð undirréttar í ríkinu sem leyfði konum að fara í þungunarrof þrátt fyrir niðurfellingu Roe v Wade. 2.7.2022 14:16
Fólk gleymi þreytunni í gleðinni Pollamót Samskipa fer fram á Akureyri um helgina en metþátttaka er á mótinu í ár. Einhverjir eru þreyttir eftir tónleika í gærkvöldi en að sögn knattspyrnustjóra mótsins eru menn fljótir að gleyma því í gleðinni. 2.7.2022 11:57
Fimm létust í jarðskjálfta í Íran Fimm eru látnir eftir snarpan jarðskjálfta í suðurhluta Íran í morgun. Jarðskjálftinn mældist 6,3 stig og fundu íbúar nágrannalanda Írans einnig fyrir honum. 2.7.2022 10:17
Adele sneri aftur eftir fimm ára hlé Söngkonan Adele söng í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur í fimm ár í gær. 65 þúsund manns hlustuðu á hana syngja í Hyde Park í London. 2.7.2022 09:52
„Óvæntasta fólk verður að hetjum“ Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur farið þvers og kruss um landið á hestbaki en áhugi hans á hestum kom ansi snemma í ljós. Hann vil meina að reiðmennska sé andleg hvíld. 2.7.2022 07:01
Vann eftirsótt verðlaun með frumraun sinni Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni. 1.7.2022 23:22
Arnór skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Arnór Snæbjörnsson hefur verið skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til næstu fimm ára af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 1.7.2022 22:50
Logan Paul gengur til liðs við WWE Samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul hefur skrifað undir samning við World Wrestling Entertainment (WWE). Hann ætlar að glíma við fjölbragðaglímukappann The Miz undir lok júlimánaðar á Summerslam. 1.7.2022 22:27
Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1.7.2022 21:14