Eina eintak endurupptöku á smáskífu Bob Dylan seldist á 200 milljónir Endurupptaka Bob Dylan á lagi sínu „Blowin‘ in the Wind“ seldist á uppboði í gær á eina og hálfa milljón dollara, rúmlega tvö hundruð milljónir króna. Endurupptakan er sú eina sem til er í heiminum. 8.7.2022 10:33
Skapari Yu-Gi-Oh! fannst látinn Kazuki Takahashi, skapari Yu-Gi-Oh! teiknimyndasagnanna, fannst látinn í gær. Lík hans fannst við strendur Okinawa-eyju í Japan en hann hafði verið að snorkla. 8.7.2022 08:51
Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7.7.2022 15:27
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7.7.2022 11:32
Cheer-stjarna dæmd í tólf ára fangelsi fyrir barnaníð Cheer-stjarnan Jeremiah „Jerry“ Harris hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að taka á móti barnaklámi og ferðast yfir ríkismörk til að stunda ólöglegt kynlífsathæfi. 7.7.2022 09:24
Eignaðist tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtæki í sinni eigu Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX, eignaðist tvíbura á síðasta ári með Shivon Zilis, stjórnanda hjá Neuralink, en fyrirtækið er í eigu Musk. 7.7.2022 08:52
Von á tilkynningu á næstu mínútum Boris Johnson mun hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins í dag en halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í haust. Tæplega sextíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. 7.7.2022 08:19
Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7.7.2022 08:03
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7.7.2022 07:23
Sjúkratryggingar hækka endurgreiðslu aksturskostnaðar nýrnasjúklinga Þeir nýrnasjúklingar sem þurfa að ferðast milli sveitarfélaga til að komast í blóðskiljun geta nú fengið endurgreitt 95 prósent af aksturskostnaði. Sjúklingar þurfa að fara í blóðskilun þrisvar sinnum í viku í þrjá til fjóra tíma í senn. 6.7.2022 14:28