Opna fyrsta fótboltaskemmtigarð landsins í Smáralind Fótboltaland, fyrsti fótboltaskemmtigarður landsins, verður opnað í Smáralind í janúar. Tæplega tuttugu mismunandi þrautabrautir verða í garðinum. 9.11.2022 09:38
Orkustofnun ræður til sín þrjá starfsmenn Orkustofnun hefur gengið frá ráðningum á þremur nýjum starfsmönnum. Tveir þeirra munu starfa sem lögfræðingar á sviði orku- og auðlindamála og einn starfi sérfræðings í beinni nýtingu jarðhita og hitaveitum. 8.11.2022 16:34
Oddur Freyr tekur við af Brynhildi Oddur Freyr Þorsteinsson hefur tekið við starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Oddur tekur við starfinu af Brynhildi Bolladóttur. 8.11.2022 15:19
Barn konunnar einnig látið Barn konunnar sem myrt var í bænum Holbæk í Danmörku á fimmtudaginn er nú einnig látið. Konan var komin sjö mánuði á leið þegar hún var myrt. Karl og kona sem hafa verið handtekin vegna morðsins neita bæði sök. 8.11.2022 15:01
Leslie Phillips er látinn Breski leikarinn Leslie Phillips er látinn, 98 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt í Carry On-kvikmyndunum og fyrir að ljá flokkunarhattinum í Harry Potter-kvikmyndunum rödd sína. 8.11.2022 14:48
Gervilimur skilinn eftir í Hopp-deilibíl Bleikur gervilimur fannst í hanskahólfi Hopp-deilibíls í gær. Eigandinn hefur enn ekki gefið sig fram en framkvæmdastjórinn segir fundinn vera þann skemmtilegasta hingað til. 8.11.2022 13:03
Stoltur andstyrktaraðili HM í Katar Skoska brugghúsið BrewDog hefur lýst því yfir að vera „stoltur andstyrktaraðili“ heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Katar. Allur ágóði af sölu einnar bjórtegundar brugghússins mun renna til góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á mannréttindi. 8.11.2022 10:59
Ekki Tina Turner heldur „head-turner“ Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í fimmta þætti er Audi A7 S-line quattro tekinn fyrir. 8.11.2022 10:32
Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8.11.2022 09:38
Segjast trúa henni en senda börnin sín í pössun til gerandans Kristín Þórarinsdóttir segir tvískinnung ríkja hjá fólki í sveitinni hennar eftir að út spurðist um kynferðislegt áreiti af hendi fullorðins sveitunga hennar þegar hún var aðeins fjórtán ára. Málið hafi þó haft takmörkuð áhrif á samskipti þeirra við manninn. Fólk hafi sagst trúa henni og styðja en á sama tíma sent börnin sín í pössun til hans. 8.11.2022 09:15