Tengdafaðir Alaba og stjörnukokkurinn Frank Heppner handtekinn Frank Heppner, þýskur stjörnukokkur og tengdafaðir knattspyrnumannsins David Alaba, er meðal þeirra sem hafa verið handteknir vegna tengsla við hægri öfga-hópinn Reichsburger. Heppner var handtekinn á veitingastað sínum í Austurríki í aðgerðum lögreglunnar. 10.12.2022 13:56
Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10.12.2022 13:04
Sterkustu skákmenn landsins mætast á Selfossi Hlaðvarpsþátturinn Chess After Dark stóð fyrir Íslandsmótinu í atskák sem fór fram í dag á Selfossi. Sterkustu skákmenn landsins mættust en alls voru fjórir stórmeistarar skráðir til leiks. 10.12.2022 12:50
Parks and Recs leikkonan Helen Slayton-Hughes er látin Bandaríska leikkonan Helen Slayton-Hughes er látin, 92 ára að aldri. Slayton-Hughes er best þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum Parks and Recreation. Fjölskylda hennar greindi frá andlátinu á Facebook í dag. 10.12.2022 11:28
Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10.12.2022 09:37
Sonur Tinu Turner er látinn Ronnie Turner, sonur Ike og Tinu Turner, er látinn, 62 ára að aldri. Ekki er vitað hvað dró hann til dauða en hann hafði glímt við ýmsa heilsukvilla síðustu ár. 10.12.2022 08:33
Blaðamaður sem mótmælti regnbogareglum á HM er látinn Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 10.12.2022 08:11
Tveir látnir eftir að ís brotnaði undan vélsleðum í Noregi Tveir eru látnir eftir að ís Møsvatns í Noregi brotnaði undan tveimur vélsleðum. Er viðbragðsaðilar mættu á staðin voru einstaklingarnir nú þegar látnir. 10.12.2022 07:43
Pottur á eldavél olli eldsvoða Alls fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 131 útkall síðastliðinn sólarhring. Dælubílar fóru í sex útköll. 10.12.2022 07:34
Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10.12.2022 07:25