„Ég sé ekki eftir neinu“ Elva Hrönn Hjartardóttir segist ekki sjá eftir því að hafa farið í framboð til formanns VR gegn Ragnari Þór Ingólfssyni. Hún hvetur Ragnar til þess að fara annað slagið út og tala við félagsfólk sitt. 15.3.2023 15:21
Nú hægt að einbeita sér að því sem skiptir máli Ragnar Þór Ingólfsson, nýendurkjörinn formaður stéttarfélagsins VR, segist vera sáttur við niðurstöðuna í formannskosningunum. Hann telur hópinn sem kemur nýr í stjórn félagsins vera mjög öflugan. 15.3.2023 14:59
Fléttulisti og sex atkvæði felldu Kristjönu úr stjórn Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, fráfarandi stjórnarmeðlimur VR, mun gegna embætti varamanns í stjórninni næsta árið. Hefði einungis atkvæðafjöldi gilt væri hún með sæti í stjórninni en þess í stað fær Þórir Hilmarsson sætið. 15.3.2023 14:15
Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. 15.3.2023 12:03
Sena tekur yfir Lewis Capaldi tónleikana Tónleikarnir með Lewis Capaldi sem fara fram í Laugardalshöllinni 11. ágúst næstkomandi hafa verið teknir yfir af Senu Live. Reykjavík Live sá áður um skipulagninguna. Tónleikunum var frestað síðasta sumar sólarhring áður en þeir áttu að hefjast. 15.3.2023 11:13
Tvíburar ráðnir til BPO innheimtu BPO innheimta hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn, tvíburabræðurna Guðmar og Hreim Guðlaugssyni. 15.3.2023 10:32
Verðbólgan rýfur hundrað prósenta múrinn Verðbólgan í Argentínu er komin í 102 prósent. Verðbólgan hefur verið yfir tuttugu prósent nú í fimm ár en aldrei hefur hún farið í þriggja stafa tölu áður. 15.3.2023 10:16
Kosningum til formanns VR lýkur í dag Kosningum til formanns stéttarfélagsins VR lýkur í dag á hádegi. Tvö eru í framboði, Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Úrslitin verða tilkynnt upp úr klukkan eitt í dag. 15.3.2023 09:07
Rændi þrettán ára stelpu og læsti í skúr í tvær vikur Karlmaður í Norður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum var á föstudaginn handtekinn grunaður um að hafa rænt þrettán ára stelpu, brotið gegn henni kynferðislega og læst hana inni í skúr í tvær vikur. Maðurinn á yfir höfði sér fjölda ákæra fyrir brot sín. 14.3.2023 23:33
Einfaldleiki íslenskra karlmanna slær í gegn á samfélagsmiðlum Fjórir íslenskir karlmenn hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring. Fyrir hvað? Jú, þeir tóku myndband af sér að láta vatn renna í glas. 14.3.2023 22:39