Fær endurgreitt fyrir ellinöðru sem hann var ófær um að nota Níræður karlmaður fær endurgreitt fyrir ellinöðru sem hann keypti frá fyrirtæki sem selur rafdrifin fjörhjól til eldri borgara. Daginn eftir kaupin mundi hann ekki eftir þeim en hann er með öllu ófær um að stjórna því. Að mati kærunefndar krafðist maðurinn endurgreiðslu innan þess ramma sem leyfilegt er. 12.4.2023 21:21
Fjórir játa að hafa stolið tonni af bjór á Akureyri Fjórir karlmenn hafa játað að hafa stolið 1.890 dósum af 500 millilítra bjór úr Fjölsmiðjunni á Akureyri árið 2019. Tveir mannanna voru dæmdir til skilorðsbundinnar fangelsisvistar en tveir sluppu án refsingar. 12.4.2023 19:41
Þrettán konur saka Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni Þrettán konur hafa sakað franska leikarann Gerard Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni. Að minnsta kosti ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún var áreitt á tökustað af leikaranum. 12.4.2023 18:55
Nakin kona og grunsamlegur blaðberi í Breiðholti Í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um nakta konu á stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Konan fannst ekki er komið var á staðinn. Þá var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í sama hverfi en lýsingin reyndist passa við blaðbera sem var við útburð. 12.4.2023 18:36
Fyrsta sýnishorn True Detective Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. 12.4.2023 18:22
Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12.4.2023 17:35
Greiddu 53 milljónir til SGS í fyrra en sæki enga þjónustu þangað Formaður Eflingar segir mögulega úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu (SGS) ekki tengjast óeiningu í kjarasamningsviðræðum í vetur. Hún segir að boðað verði til félagsfundar á næstu dögum þar sem ákveðið verður hvort úrsögnin fari í allsherjaratkvæðagreiðslu eða ekki. 11.4.2023 16:59
Ein hópuppsögn skráð í mars Vinnumálastofnun barst einungis ein tilkynning um hópuppsögn í mars. Þá var 28 starfsmönnum sagt upp í verslunarstarfsemi. 11.4.2023 16:04
22 líkamsárásir um páskana Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 22 líkamsárásir um páskahelgina, þar af tvær alvarlegar. Ellefu sinnum var kallað á lögreglu vegna heimilisofbeldis. 11.4.2023 15:34
„Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11.4.2023 14:16