Halla og Guðrún í nýjum hlutverkum og aðhald í ríkisrekstri Ríkisstjórnin boðar aðhald til að ná tökum á verðbólgu og vöxtum í nýju fjárlagafrumvarpi. Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025. Þing verður sett í dag þar sem tvær konur, nýr forseti og biskup taka þátt í fyrsta skipti. 10.9.2024 11:31
Óvissustig og viðvaranir enn í gildi Óvissustig almannavarna er í gildi i fyrir Norðurland og á Ströndum. Þar eru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna hvassviðris og snjókomu til klukkan níu. Talsverð snjókoma og hálka er á fjallvegum, einkum austan til. 10.9.2024 06:37
Snjókoma á Norðurlandi og boðuð mótmæli á Austurvelli Samtök launafólks hafa boðað til mótmæla á Austurvelli samhliða því og eru Alþýðusamband Íslands, BSRB, VR og Kennarasamband Íslands meðal skipuleggjenda. Við heyrum í formanni VR í fréttatímanum. Þá förum við yfir appelsínugula veðurviðvörun á Norðurlandi þar sem búist er við snjókomu. 9.9.2024 11:14
Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. 9.9.2024 07:48
„Hjálpið okkur að hjálpa ykkur“ Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og einn skipuleggjenda menningarhátíðarinnar Ljósanætur segir aukið viðbragð verða á hátíðinni vegna ákalls um aðgerðir til að sporna við ofbeldi meðal ungmenna. 4.9.2024 20:07
Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. 4.9.2024 19:02
Málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu. 4.9.2024 13:22
Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. 3.9.2024 21:06
Það hafi víst verið haft samráð og samtal Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Formenn Samtaka leigjenda og húseigenda hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og kalla eftir nýrri löggjöf. 3.9.2024 20:46
Boða hertar aðgerðir gegn vopnaburði Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við og svara ákalli þjóðarinnar. Lögregla hefur aldrei lagt hald á eins mikið magn hnífa og annarra vopna og síðustu ár. 3.9.2024 19:33
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent