Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. 23.11.2022 13:56
Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23.11.2022 10:44
Sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á. Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar. 22.11.2022 12:08
Leita enn vitna vegna umferðarslyss við Kringlumýrarbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar enn eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík sl. föstudagsmorgun, 18. nóvember. 21.11.2022 16:23
97 fíkniefnabrot í október Þrjú stórfelld fíkniefnabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í október. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir október 2022. 21.11.2022 14:36
Fangar undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda Undanfarin fimm ár hefur einn einstaklingur undir átján ára verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Enginn einstaklingur undir lögaldri hefur afplánað refsingu í hefðbundnu fangelsi. Alls hafa rúmlega þúsund börn undir átján ári aldri verið sett á sakaskrá undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata. 19.11.2022 07:01
„Skemmtilegt að opna í gömlu húsi með mikla sögu“ Í áratugi fór fólk með bréf og böggla á aðalpósthúsið í Austurstræti. En nú er öldin önnur og fyrr í kvöld var opnuð þar ný mathöll. 18.11.2022 22:48
„Við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda“ „Það sem situr svolítið eftir hjá manni er að það skuli vera hópur þarna úti í okkar samfélagi sem einhvern veginn telur þetta bara vera í lagi,“ segir Helgi Gunnlaugsson prófessor í félags og afbrotafræði og vísar þar í fréttir af alvarlegri hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi. 18.11.2022 20:55
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Átta eru í haldi lögreglu í tengslum við hnífstunguárás sem gerð var á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Þá herma heimildir fréttastofu að margir mannanna hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og hafi tengsl við öryggisfyrirtæki. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við afbrotafræðing í beinni útsendingu. 18.11.2022 18:10
16 prósent fjölgun á erlendum ríkisborgurum síðan í fyrra Alls voru 63.757 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. nóvember sl. og fjölgaði þeim um 8.780 frá 1. desember 2021 eða um 16,0%. 18.11.2022 17:41