Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjár­heimildir

Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts.

Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús

Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld.

Sýknaður af kyn­ferðis­broti gegn 14 ára stúlku

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á.  Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar.

97 fíkniefnabrot í október

Þrjú stórfelld fíkniefnabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í október. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir október 2022.

Fangar undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barna­verndar­yfir­valda

Undanfarin fimm ár hefur einn einstaklingur undir átján ára verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Enginn einstaklingur undir lögaldri hefur afplánað refsingu í hefðbundnu fangelsi. Alls hafa rúmlega þúsund börn undir átján ári aldri verið sett á sakaskrá undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata.

„Við erum ekki að fara að refsa okkur út úr þessum vanda“

„Það sem situr svolítið eftir hjá manni er að það skuli vera hópur þarna úti í okkar samfélagi sem einhvern veginn telur þetta bara vera í lagi,“ segir Helgi Gunnlaugsson prófessor í félags og afbrotafræði og vísar þar í fréttir af alvarlegri hnífstunguárás gegn þremur mönnum á skemmtistaðnum Bankastræti Club í gærkvöldi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Átta eru í haldi lögreglu í tengslum við hnífstunguárás sem gerð var á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Þá herma heimildir fréttastofu að margir mannanna hafi starfað sem dyraverðir í miðbænum og hafi tengsl við öryggisfyrirtæki. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við afbrotafræðing í beinni útsendingu.

Sjá meira