Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Í heimi þar sem karlar hafa löngum verið ráðandi stendur Veiga Dís Hansdóttir , 155 sentimetrar á hæð, og rústar öllum hugmyndum um hvað „litlar konur“ geta eða geta ekki gert. Á seinasta ári braut hún blað í fjörtíu ára langri sögu keppninnar um Sterkasta mann Íslands með því að verða fyrsta konan til að dæma á mótinu. 17.8.2025 07:01
Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf „Mamma og pabbi hafa stundum sagt að það hafi verið eins og þau hafi fengið rangt barn heim til Íslands,“ segir Guðrún Runólfsdóttir sem greindist öllum að óvörum með geðhvörf þegar hún var sautján ára gömul. Við tóku erfið ár sem einkenndust af vinkvennaslitum og ofbeldisfullu ástarsambandi. Síðar birti til og er Guðrúnu í mun að uppræta fordóma gagnvart geðhvörfum sem hún þurfti sjálf að horfast í augu við. 16.8.2025 08:01
„Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Í ár hefur þéttur og náinn vinahópur frá Borgarnesi skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið til að styðja við bakið á Birtu Björk Birgisdóttur sem staðið hefur frammi fyrir alvarlegum veikindum. Birta Björk greindist með beinkrabbamein í nóvember síðastliðnum og hefur síðan þá verið í strangri lyfjameðferð. Hópurinn ætlar að hlaupa til styrktar Ljósinu en þar hefur Birta fengið ómetanlegan stuðning í gegnum veikindaferlið. 11.8.2025 09:02
Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Snæfríður Edda Humadóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur þurft að takast á við stærri áskoranir en margir aðrir – og það meira og minna allt á einu ári. 9.8.2025 09:03
„Mig langar ekki lengur að deyja“ Í meira en áratug barðist Ninna Karla Katrínar við þunglyndi, áföll og geðheilbrigðiskerfi sem virtist ætla að laga hana með lyfseðlum og námskeiðum, en aldrei með raunverulegri hlustun. Þegar hún kynntist Hugarafli breyttist allt og í ár hyggst hún „dansilabba“ tíu kílómetra fyrir samtökin sem björguðu að hennar sögn lífi hennar. 5.8.2025 08:00
„Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Það er ekkert sérstakt augnablik þar sem Alzheimer sjúkdómurinn lætur vita af sér. Sjúkdómurinn skríður inn hægt og hljóðlega, þangað til ekkert er eftir nema minningarnar. Guðbjörg Jónsdóttir þekkir þetta ferli vel en móðir hennar greindist með Alzheimer árið 2021. Í ár ætlar Guðbjörg að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Alzheimersamtökin, ekki af því það er auðvelt, heldur af því hún getur það loksins. 3.8.2025 08:01
Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Þegar Hrefna Marcher Helgadóttir lagði af stað einsömul til Balí sumarið 2018, vissi hún ekki að ferðalagið ætti eftir að snúa lífi hennar á hvolf. Þar hitti hún Eric Poole, bandarískan hermann sem hún eyddi einum sólarhring með, og síðan var ekki aftur snúið. 2.8.2025 08:03
„Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ „Pabbi var ekki týpan sem talaði um tilfinningar. Það var alltaf þetta stolt sem hindraði hann í að leita sér hjálpar,“ segir Hafdís Sól Björnsdóttir sem missti föður sinn, Björn Jónsson – tölvunarfræðing, fjölskyldumann og íþróttaunnanda árið 2020. Faðir Hafdísar féll fyrir eigin hendi. Í dag vill Hafdís rjúfa þögnina og segja söguna – ekki til að vekja vorkunn, heldur vitund. 28.7.2025 07:00
„Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Ingveldur Bachmann Ægisdóttir hefur eytt níu árum í að berjast fyrir dóttur sína innan heilbrigðis- og velferðarkerfis sem oft virðist hvorki vilja hlusta né skilja. Lovísa Lind fæddist með sjaldgæfan litningagalla en um er að ræða eina tilfellið sem greinst hefur hér á landi. 26.7.2025 07:32
„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörg. 21.7.2025 08:02