Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fela ein­hverfu til að passa inn

„Þetta er í rauninni svolítið vonlaus staða því þó að ég geti unnið vinnuna sem til er ætlast og gert það vel, þá fitta ég ekki inn í neina vinnustaðamenningu,” segir íslensk kona sem fékk einhverfugreiningu á fullorðnisaldri en hún brann út eftir þrjú ár í starfi og hefur að eigin sögn gefist upp á íslenska vinnumarkaðnum.

Hvorki síldar­ævin­týri né gervi­greind

Það mætti halda að myndin hér að ofan væri unnin af gervigreind en ekki tekin af ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis snemma árs 2013. Þá varð sá fordæmalausi atburður að ríflega 35 þúsund tonn af síld drápust í Kolgrafafirði. Ástæðan var súrefnisþurrð. Fullur fjörður af síld en alls enginn ævintýrabragur.

Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu

„Sögur allra mæðra skipta máli. Stundum þarf aðeins hvatningu til að segja þær,“ segir Heiðbjört Ósk Ófeigsdóttir grunnskólakennari sem fyrir ári fékk þá hugmynd að gefa út bók, nánar tiltekið útfyllingarbók, fyrir mæður sem vilja segja eigin sögu, varðveita minningar og deila visku sinni með barninu sínu. Bókin kom út á dögunum hjá Söguspor og ber heitið Mamma- sagan þín.

Lýsir al­gjöru öryggis­leysi eftir blauta tusku í and­litið

Einu ári eftir að sjö ára sonur Katrínar Kristjönu Hjartardóttur varð fyrir árás á skólalóð Smáraskóla hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að falla frá saksókn á málinu. Katrín segir niðurstöðuna hafa verið eins og að fá „blauta tusku í andlitið“ og lýsir djúpstæðu öryggisleysi, bæði sem móðir og samfélagsþegn.

Sumar­ævin­týri ís­lenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í mar­tröð

Áfrýjunardómstóll í Ancona á Ítalíu hefur snúið við umdeildum sýknudómi vegna kynferðisbrots sem átti sér stað árið 2019 í bænum Macerata. Í málinu kærði sautján ára gömul íslensk stúlka ítalskan karlmann fyrir nauðgun. Stúlkan var komin til Ítalíu til að sækja tungumálanámskeið og fór á stefnumót sem endaði með skelfilegum hætti. Karlmaðurinn hefur nú sex árum síðar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Hjúkrunar­fræðingurinn sem gerðist kúabóndi

„Það eru rosalega margir kostir sem fylgja því að búa úti á landi. Einn af þeim er allt stressið sem maður losnar við. Lífið í sveitinni er hægara en mér finnst það samt vera innihaldsríkara á svo margan hátt,“ segir Hugrún Sigurðardóttir, 28 ára bóndi í Eystri- Pétursey í Mýrdalshreppi, en hún hefur slegið í gegn á Tiktok að undanförnu þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í daglegt líf í sveitinni.

Þegar Dorrit var for­seta­frú

Þegar Dorrit Moussaieff varð forsetafrú Íslands árið 2003 markaði hún upphafið að einni litríkustu forsetafrúartíð sem landið hefur séð. Dorrit, sem var fædd í Ísrael og uppalin í London, kom inn á Bessastaði með alþjóðlegan blæ og ólíkari orku en Íslendingar höfðu áður vanist.

Fyrstu mis­tökin voru að fara einn í fangaklefann

„Skömmin var svo mikil að ég einhvern veginn bara lokaðist inni í fangelsi hugans í þessi átta ár,“ segir Sigurður Árni Reynisson kennari. Sigurður var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa, í starfi sínu sem lögreglumaður, ráðist á fanga í klefa á Hverfisgötu og beitt hann ofbeldi. Hann missti í kjölfarið vinnuna og sökk djúpt niður. Í dag hefur hann byggt upp líf sitt að nýju.

„Peningar hafa þann eigin­leika að hafa vald yfir okkur“

„Að vera í greiðsluerfiðleikum þýðir ekki að þér hafi mistekist. Það þýðir að þú ert mannleg/ur og þú getur alltaf gert breytingar á stöðu þinni,“ segir Kristín Eir Helgadóttir viðskiptafræðingur og ráðgjafi hjá Vandalaust, þar sem hún aðstoðar fólk í greiðsluerfiðleikum og veitir fjármálamarkþjálfun með það að markmiði að koma fólki sem setið hefur í þessum vanda á réttan kjöl.

Þegar allt sauð upp úr

Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. 

Sjá meira