Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… „Heilsugæslan, svo miklu meira…“ er yfirskrift heilbrigðisþings 2024 sem fram fer í á Hótel Reykjavík Nordica í dag. Dagskráin hefst klukkan níu og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. 28.11.2024 08:31
Kaldri norðlægri átt beint til landsins Hæð yfir Grænlandi og lægð fyrir norðaustan land beina til okkar kaldri norðlægri átt og má víða gera ráð fyrir kalda eða strekkingi í dag og dálitlum éljum. Það verður bjart að mestu um landið suðvestanvert. 28.11.2024 07:11
Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi „Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi“ er yfirskift fundar sem Háskóli Íslands, í samvinnu við Sjálfbærnistofnun HÍ, stendur fyrir í dag. Fundurinn er liður í nýrri viðburðaröð um brýnustu verkefni og áskoranir sem þjóðir heims standa frammi fyrir. 27.11.2024 11:31
Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist ehf., áður dótturfélag OK (Opin kerfi), hefur tryggt sér 975 milljónir króna í nýtt hlutafé. 27.11.2024 08:58
Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu og skúrum eða slydduéljum, en þurrt að mestu á austanverðu landinu. 27.11.2024 07:14
Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson, fyrrverandi ferðamálastjóri, og Steinar Atli Skarphéðinsson hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Múlanes. Fyrirtækið mun sjá um sérhæfða rekstrarráðgjöf fyrir ferðaþjónustu. 26.11.2024 16:53
Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Magnús Már Leifsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Premíu hjá Arion banka. 26.11.2024 13:25
Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Fyrsta skóflustungan að nýrri verknámsaðstöðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í Reykjavík var tekin í morgun. 26.11.2024 12:44
Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar í Neskaupstað var kölluð út um klukkan 3:45 í morgun vegna fiskibáts hafði misst vélarafl og var þá staddur um 22 sjómílur austur af Barðanum. Fjórir skipverjar voru um borð í fiskibátnum. 26.11.2024 07:54
Hiti að sex stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestanátt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, í dag. Spáð er dálitlum skúrum eða éljum, en þurrt að kalla á austanverðu landinu. 26.11.2024 07:08