Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Sigurjón Örn Ólafsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs Kletts. Hann tekur við af Sveini Símonarsyni, sem hefur stýrt þjónustusviðinu frá stofnun félagsins. 15.4.2025 08:10
Parham leiðir fyrir lokaumferðina Íranski stórmeistarinn Parham Maghsoodloo er einn efstur fyrir lokaumferð Reykjavíkurskákmótsins. Parham vann auðveldan sigur í áttundu umferðinni og er í góðri stöðu með sjö vinninga. 15.4.2025 07:49
Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Lægð suðaustur af landinu og hæð yfir Grænlandi beina nú norðaustlægri átt til landsins og má víða reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. 15.4.2025 07:28
Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð urðu í Bárðarbungu í nótt. 15.4.2025 06:33
Tveir skotnir til bana í Gautaborg Tveir menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í hverfinu Biskopsgården í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Einn maður til viðbótar var á staðnum og er talið að árásarmaðurinn hafi einnig ætlað að skjóta hann til bana. Sá slapp hins vegar ómeiddur. 15.4.2025 06:22
Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út meðal annars vegna rúðubrots, þjófnaðar og líkamsárásar í gærkvöldi og í nótt. Tveir gista nú fangageymslu. 15.4.2025 06:06
Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið hvatt fólk til að sýna sérstaka varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi vegna jarðhræringa síðustu missera. Nýjar sprungur hafa myndast í Valahnúk við Reykjanestá og þá hefur jörð sigið og holur myndast í nágrenni Brúarinnar milli heimsálfa. 14.4.2025 12:34
Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Lögregla á Vestfjörðum hafði í gærkvöldi afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Dvöl í húsum á svæðinu er óheimil frá 1. nóvember til og með 30. apríl á ári hverju vegna snjóflóðahættu. 14.4.2025 07:53
Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. 14.4.2025 07:19
Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu. 14.4.2025 07:00