Svona var blaðamannafundur Blika fyrir leikinn gegn Maccabi Tel Aviv Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag fyrir leik liðsins gegn Maccabi Tel Aviv í 5.umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 29.11.2023 14:00
Ákvörðun UEFA kom vallarstjóra Laugardalsvallar á óvart: „Virkilegt högg“ Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir það hafa verið virkilegt högg fyrir sig og starfsfólk vallarins í gærkvöldi þegar að þau fengu veður af ákvörðun Evrópska knattspyrnusambandsins að færa leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu af vellinum yfir á Kópavogsvöll. Margra vikna vinn er nú farin í súginn og segir Kristinn að vel hefði verið hægt að spila leikinn á Laugardalsvelli sem sé í mjög góðu ásigkomulagi. 29.11.2023 11:10
Blikar munu mæta til leiks gegn Ísraelum Karlalið Breiðabliks mun mæta til leiks og spila við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. Þetta segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks en Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn sökum mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelshers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir Breiðablik. 29.11.2023 10:01
Ole kveður KR Ole Martin Nesselquist og Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa komist að samkomulagi um samningslok þar sem að Ole Martin óskaði eftir leyfi frá félaginu til þess að gerast aðalþjálfari hjá liði í heimalandi sínu, Noregi. 28.11.2023 16:09
Sverrir fær mikið lof fyrir viðbrögð sín á erfiðri stundu fyrir Alexander Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Sverrir Ingi Ingason, leikmaður danska úrvalsdeildarfélagsins FC Midtjylland fær mikið lof á samfélagsmiðlum eftir að hann tók sig til og hughreysti Alexander Lind, leikmann Silkeborgar í leik liðanna á dögunum. 28.11.2023 15:15
Yfirlýsingar að vænta frá KR vegna Ole Martin Háværar sögusagnir þess efnis að Ole Martin Nesselquist sé hættur sem aðstoðarþjálfari karlaliðs KR í fótbolta eru nú á kreiki. 28.11.2023 14:16
„Allt mun einfaldara áður en Messi kom inn í líf mitt“ Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague skrifar ítarlega grein á vef BBC þar sem að hann fer yfir Messi æðið sem hefur gripið Bandaríkin í kjölfar komu argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Lionel Messi til MLS liðsins Inter Miami. 28.11.2023 13:30
Komu Heimi á óvart í beinni í Bítinu Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karlaliðs Jamaíka í fótbolta, var komið skemmtilega á óvart í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann var til viðtals frá Vestmannaeyjum. Umsjónarmenn Bítisins brustu í söng, Heimi til heiðurs, í upphafi viðtalsins. 28.11.2023 10:55
Ísland á meðal efstu liða í spám veðbanka fyrir EM Nú þegar rétt rúmur mánuður er til stefnu þar til að flautað verður til leiks á Evrópumótinu í handbolta eru spár veðbanka fyrir mótið teknar að birtast. Mótið fer fram í Þýskalandi í þetta sinn og er Ísland á meðal þátttökuþjóða. 28.11.2023 08:01
„Typpið á mér er frosið“ Sænski gönguskíðakappinn Calle Halfvarsson lenti í heldur betur óþægilegri uppákomu um nýliðna helgi þegar að Ruka gönguskíðamótið í Finnlandi fór fram. Keppt var í nístingskulda sem átti eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Calle. 28.11.2023 07:30
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent