„Það mesta sem við höfum séð í þessum gosum hingað til“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir hraunflæðið vera um 1.500 til 2.000 rúmmetrar á sekúndu, það mesta í eldgosunum á Reykjanesskaga hingað til. Á einum og hálfum tíma sé hraunið orðið um 5 til 5,5 ferkílómetrar. 29.5.2024 14:52
Vaktin: Eldgos er hafið Eldgos hófst nærri Sundhnúki norðan við Grindavík klukkan 12:46 í dag. 29.5.2024 11:02
Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. 29.5.2024 10:40
Nú er hægt að fara í kynsjúkdómapróf án þess að tala við neinn Nýtt kerfi hefur verið tekið í gagnið á göngudeild húð- og kynsjúkdóma Landspítalans sem gerir fólki kleift að undirgangast kynsjúkdómapróf, án þess að tala við einn einasta heilbrigðisstarfsmann. 29.5.2024 10:13
Kaldvík skráð á markað Kaldvík, áður Ice Fish Farm, var tekið til viðskipta í dag á First North vaxtarmarkaði Nasdaq Iceland klukkan 9.30 við opnun markaða. 29.5.2024 09:54
Héraðsdómur ruddur vegna fjölskyldutengsla og fyrri starfa dómara Landsréttur hefur rutt allan Héraðsdóm Reykjavíkur í máli Örnu McClure, yfirlögfræðings Samherja. Hún krefst þess að rannsókn Héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða verði felld niður hvað hana varðar. Hún hefur verið með réttarstöðu sakbornings í tæp fjögur ár. 28.5.2024 17:20
Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. 28.5.2024 16:16
Þriðjungur þekkir ekki neitt til Eiríks og Viktors Þriðjungur svarenda nýrrar könnunar Maskínu þekkir ekki neitt til forsetaframbjóðendanna Eiríks Inga Jóhannssonar og Viktors Traustasonar. Langflestir segjast þekkja mikið til Katrínar Jakobsdóttur. 28.5.2024 15:25
Mótor bátsins var of stór og mennirnir ekki í björgunarvestum Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur aðalorsök sjóslyss utan við Njarðvík síðasta sumar hafa verið of stór og öflugur utanborðsmótor á bátnum. Karlmaður á sjötugsaldri lést í slysinu en félagi hans komst lífs af. 28.5.2024 14:13
Dæla skyrinu af ísvélum á Skálinni Hagkaup hefur opnað skálastaðinn Skálina í Hagkaup Skeifunni. Á Skálinni er boðið upp á skálar úr skyr-, jógúrt-, hafrajógúrt- og acaí-grunni, sem dælt er úr ísvélum. 28.5.2024 13:18