Búist við að hluthafafundur Festi dragist á langinn Búist er við því að hluthafafundir smásölurisans Festi verði langur þrátt fyrir að aðeins eitt mál sé á dagskrá, stjórnarkjör. 14.7.2022 11:03
Meðaltekjur 640 þúsund krónur á mánuði Heildartekjur einstaklinga voru um 7,7 milljónir króna að meðaltali árið 2021. Það gerir um 640 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi tekna var lægra, um fimm hundruð þúsund krónur á mánuði. 14.7.2022 10:11
Þyrlan sótti slasaða hestakonu Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt í þessu með slasaða hestakonu innanborðs. 13.7.2022 16:28
Vill leyfa heilbrigðisstarfsfólki að vinna lengur Heilbrigðisráðuneytið hefur sett áform um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn í samráðsgátt. Breytingunni er ætlað að mæta mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu með því að heimila heilbrigðisstofnunum að ráða fólk eftir sjötíu ára aldur. 13.7.2022 16:13
Heiða Björg býður sig fram til formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tilkynnt framboð sitt til formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hún hefur verið varaformaður sambandsins síðastliðin fjögur ár. 13.7.2022 15:35
Fór á rúnt með ölvuðum ökumanni og verður af sjötíu milljónum króna Vátryggingarfélag Íslands var á dögunum sýknað af kröfu manns um greiðslu 142 milljóna króna, að frádregnum 38 milljónum króna sem þegar höfðu verið greiddar og 32 milljónum vegna eingreiðsluverðmætis örorkulífeyris, vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð árið 2017. Dómurinn taldi að maðurinn hefði sjálfur borið ábyrgð á líkamstjóni sínu með því að hafa farið á rúnt með ölvuðum ökumanni og þyrfti því að bera tvo þriðju hluta tjóns síns sjálfur. 13.7.2022 14:12
Tveimur bjargað úr lekum báti Tveimur mönnum var bjargað úr strandveiðibát á Breiðafirði í morgun. Mikill leki hafði komið að bátnum og dælur hans höfðu ekki undan. Aðeins sex mínútum eftir að neyðarkall barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði mönnunum verið bjargað í næstaddan bát. 13.7.2022 13:15
Samgöngustofa ekki gerst sek um einelti Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. 13.7.2022 10:59
Íkveikja ekki sönnuð í bruna sem varð Íslendingi að bana Ekki hefur tekist að sanna að um íkveikju hafi verið að ræða þegar Íslendingur lést í bruna á Amager í Kaupmannahöfn í nóvember í fyrra. 13.7.2022 10:51
Vildi vera krúttlegur teppalistamaður en endaði sem stríðsljósmyndari Óskar Hallgrímsson segist lifa tvöföldu lífi, annars vegar búi hann til krúttleg teppalistaverk ásamt eiginkonu sinni og hins vegar sé hann ljósmyndari á stríðshrjáðu svæði. 11.7.2022 14:31