Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1.10.2022 11:26
Vætusamt á landinu öllu Rigning verður í öllum landshlutum í dag, mest til fjalla á Ströndum og með norðurströndinni. Búast má við allt að ellefu stiga hita og á morgun gæti hiti náð fjórtán stigum. 1.10.2022 08:52
Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. 1.10.2022 08:12
Vöruðu unga drengi við því að príla Í gær hafði lögregla afskipti af ungum drengjum sem gómaðir voru uppi á þaki leikskóla í Kópavogi. Lögregluþjónar vöruðu drengina við hættunni sem fylgir slíku príli og tilkynntu foreldrum drengjanna athæfi þeirra. 1.10.2022 07:37
Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29.9.2022 20:48
Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29.9.2022 20:10
Vinnuskúr alelda í Urriðaholti Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist mikill fjöldi tilkynninga vegna elds í Urriðaholti í Garðabæ. Slökkvilið kom á vettvang rétt í þessu og vinnur nú að því að slökkva mikinn eld sem kviknaði í vinnuskúr í hverfinu. 29.9.2022 19:48
Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29.9.2022 18:55
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn á ætluðum undirbúningi hryðjuverkaárásar vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom nafn föður hennar upp við skýrslutöku. Við fjöllum nánar um málið og sjáum myndir af vopnum sem voru gerð upptæk í kvöldfréttum Stöðvar 2. 29.9.2022 18:01
Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29.9.2022 17:51