Rafmagnslaust á Akranesi vegna stórrar bilunar Rafmagn fór af nokkuð stóru svæði á Akranesi á þriðja tímanum í nótt. Í uppfærðri tilkynningu frá Veitum segir að bilunin sé stærri en upphaflega var gert ráð fyrir og að viðgerðarvinna muni standa yfir fram eftir degi. 26.12.2022 08:23
Stakk af eftir að hafa valdið árekstri Laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt um árekstur á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík. Þar hafði verið ekið á bifreið sem í voru hjón með tvö börn. Tjónvaldurinn flúði vettvang. 26.12.2022 07:54
Rútan festist aftur og lögregla mannar lokunarpósta Töluvert var um það í gær að fólk hundsaði lokanir á þjóðveginum á Suðurlandi. Gripið var til þess ráðs að fá lögreglu til að manna lokunarpósta. Rúta, sem festist við Pétursey í gær, eftir að ökumaður hennar virti ekki lokun, festist aftur við Dyrhólaey í gærkvöldi. 26.12.2022 07:21
Landhelgisgæslan sækir slasaðan ferðamann Á þriðja tímanum í dag var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar eftir að ferðamaður slasaðist á fæti við Svartafoss í Skaftafelli. 25.12.2022 14:47
Segir Rússa reiðubúna til að semja Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu. 25.12.2022 13:44
Gefa lítið fyrir afsökunina Hjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle gefa lítið fyrir afsökun the Sun vegna pistils Jeremy Clarkson þar sem hann sagðist hata Markle. 25.12.2022 11:07
Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25.12.2022 08:45
Víkverjar komust ekki í jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum Síðdegis í gær var björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal kölluð út vegna fjölda fólks í vanda beggja vegna Víkur. 25.12.2022 08:01
Ósátt með að mega ekki hafa börnin í eftirdragi Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um bifreið að draga börn á sleða upp skíðabrekkuna í Breiðholti. Þegar lögregla ræddi við hlutaðeigandi voru þeir ekki sáttir með að mega ekki draga börnin upp brekkuna. 25.12.2022 07:39
Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24.12.2022 14:29