Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6.1.2023 17:56
Spámönnum ber ekki saman um nýársnótt Enn er spáð vonskuveðri í nótt og fram á morgun en sumar veðurspár spá nú skárra veðri um nýársnótt en áður. 30.12.2022 23:36
Engin áramótateiti hjá Tate Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið úrskurðaðir í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Rúmeníu. Þeir eru grunaðir um kynlífsmansal og nauðganir. 30.12.2022 22:17
Jónas og Áslaug kaupa Blómaborg: „Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt“ Hjónin Jónas Sigurðsson, sem oft er kenndur við Ritvélar framtíðarinnar, og Áslaug Hanna Baldursdóttir hafa fest kaup á Blómaborg í Hveragerði. Samhliða kaupunum flytja þau austur fyrir fjall í íbúð sem fylgir með búðinni. 30.12.2022 21:53
Rannsaka andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtsslaug Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtslaug til rannsóknar. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Maðurinn var á áttræðisaldri þegar hann lést í byrjun desember. 30.12.2022 20:01
Hugsanlegt að þjónusta Strætó verði skert á morgun Vegna veðurs og færðar á morgun gæti verið að þjónusta Strætó skerðist á morgun, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. 30.12.2022 19:28
Ríkissjóður kaupir meirihluta Landsnets á um 63 milljarða króna Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Landsvirkjun, RARIK og Orkubú Vestfjarða hafa náð samningum um kaup ríkisins á 93,22 prósent eignarhlut fyrirtækjanna í Landsneti hf.. Eftir stendur 6,78 prósent hlutur Orkuveitur Reykjavíkur í Landsneti. 30.12.2022 18:37
Óvissustigi Almannavarna lýst yfir: Útilokar hvorki brennur né flugelda Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, vegna óveðurs sem hefst í nótt. Yfirlögregluþjónn segir þó ekki útséð um að unnt verði að halda áramótabrennur annað kvöld. 30.12.2022 17:52
Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. 30.12.2022 17:29
Eldflaugum rigndi yfir Úkraínu: „Tilgangslaus villimennska“ Úkraínuher skaut niður meirihluta 69 eldflauga sem Rússlandsher skaut yfir landið í dag. Fjöldi heimila og mikilvægir innviðir skemmdust í árásunum. 29.12.2022 22:50