„Vonandi er þetta síðasti dagurinn með svona skítviðri“ Von er á vonskuveðri víða um land á morgun og gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Vestfirði og Breiðafjörð. Veðurfræðingur segist vonast til þess að morgundagurinn verði síðastur í röð illviðrisdaga. 28.5.2023 23:00
Mikið viðbragð eftir að ekið var utan í götuvita Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli vegna umferðarslyss á ellefta tímanum í kvöld. Þegar slökkviliðsmenn og sjúkraflutningarmenn bar að vettvangi reyndist aðeins hafa verið ekið laust á götuvita. 28.5.2023 22:58
Spænskt þorp afgreiddi kosningar á hálfri mínútu Sveitarstjórnarkosningar standa nú yfir á Spáni. Sjö íbúar þorpsins Villaroya bættu eigið met í dag með því að klára kosningarnar á 29 sekúndum og 52 sekúndubrotum. 28.5.2023 20:55
Sigur Erdogans staðfestur Recep Tayyip Erdogan var í dag endurkjörinn forseti Tyrklands. Hann verður forseti í fimm ár til viðbótar og mun þá hafa verið í embætti í aldarfjórðung. Hann hafði betur gegn mótframbjóðandanum Kemel Kilicdaroglu í seinni umferð forsetakosninga. 28.5.2023 20:38
Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28.5.2023 19:06
Meint hópslagsmál reyndust gamnislagur Á sjöunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að mennirnir þrír voru vinir að gantast, eins og það er orðað í dagbók lögreglu. 28.5.2023 17:40
Sóttu slasaða hestakonu á Valahnúka Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð. 27.5.2023 23:44
Ekkert eðlilegt við að sjá verðhækkanir samhliða hagnaði fyrirtækja Verðbólgan heldur áfram að bíta en hún stendur nú í 9,5 prósentum. Verð á öllum neysluvörum heldur áfram að hækka. Ný úttekt Alþýðusambands Íslands sýnir gríðarlega hækkun á matvöruverði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir fyrirtæki verða að gyrða sig í brók. 27.5.2023 23:05
Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27.5.2023 22:36
Elda ofan í flugstöðvargesti Veitingastaðurinn Elda Bistro hefur verið opnaður á annarri hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar, beint á móti útganginum úr Fríhöfninni. Um er að ræða annan af tveimur veitingastöðum nýs rekstraraðila veitingastaða í Leifsstöð. 27.5.2023 22:21