Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5.6.2023 23:44
Íslandsklukkan hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar Íslandsklukkan í sviðsetningu leikhópsins Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið, hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar í ár, flestar allra sýninga ársins. Tilkynnt var um tilnefningar til íslensku sviðslistaverðlaunanna í kvöld. 5.6.2023 23:43
Einn fluttur á bráðamóttöku vegna áreksturs Fyrir skömmu varð árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík. Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar en hann er ekki alvarlega slasaður. 5.6.2023 20:36
Leikstjóri Grimmdar dæmdur fyrir umfangsmikinn fjárdrátt Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Hann er dæmdur fyrir að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. 5.6.2023 19:58
Ballið búið í Háskólabíói Sena hefur ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói frá og með næstu mánaðamótum. Framkvæmdastjóri Smárabíós, sem var þar til nýverið framkvæmdastjóri kvikmyndasviðs Senu, segir að aðsóknin hafi hreinlega ekki verið næg. 5.6.2023 18:27
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ríkisstjórnin boðar aðhald og ætlar að spara þrjátíu og sex milljarða með nokkrum aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu og frekari vaxtahækkunum. Þá hefur verið ákveðið að draga úr launahækkun æðstu embættismanna. Við ræðum við forsætisráðherra um fyrirhugaðar aðgerðir og verðum í beinni frá Alþingi með formönnum Samfylkingar og Flokks fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.6.2023 17:59
Vilja senda mjög skýr skilaboð með lægri launahækkun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vilja senda skýr skilaboð til launafólks með því að draga úr launahækkun til æðstu stjórnenda. Einhugur sé um málið í ríkisstjórn. 5.6.2023 17:49
Bagalegt ástand á Ísafirði vegna sandfoks Mikið sandfok varð á Ísafirði í gær þegar sandur úr sandhaug, sem dælt hafði verið upp úr sundahöfn, fauk. Hafnarstjórinn segir málið bagalegt. 2.6.2023 16:48
Nauðgaði vinkonu sinni og bar fyrir sig kynferðislega svefnröskun Karlmaður hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir nauðgun, með því að hafa haft samræði við konu án hennar samþykkis. Maðurinn hafði fengið að gista heima hjá konunni og unnusta hennar, besta vini sínum. Fyrir dómi kom fram að maðurinn þjáist af svokallaðri kynferðislegri svefnröskun. 2.6.2023 13:48
Fagna sumarblíðunni en bíða eftir ferðamönnunum Sumarið virðist vera gengið í garð á Austurlandi, hiti mældist hæstur 21 gráða við Egilsstaðaflugvöll í vikunni og veður verður milt og gott víða fyrir austan út vikuna hið minnsta. Ferðaþjónustuaðilar eru spenntir fyrir sumrinu. 1.6.2023 16:00