Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég átta mig full­kom­lega á því að þetta er ekki þægi­leg inni­vinna“

„Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna, en ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fundið og góðu kveðjurnar sem ég hef fengið frá atvinnulífinu í dag,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Kastaði köku í Rikka G: „Þú ert bara rekinn“

Félagarnir Gústi B og Egill Ploder ákváðu að hrekkja yfirboðara sinn Rikka G rækilega í dag. Þeir sprautuðu vel af rjóma á köku og hentu henni í andlitið á Rikka, sem brást ókvæða við.

Skilur eftir sig tóma­rúm í stjórn­málum og við­skiptum

Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins.

Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi

Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu.

Segjast hafa endur­heimt fyrstu þorpin

Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin.

Sturgeon sleppt úr haldi

Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins.

Þrír hand­teknir af sér­sveit í morguns­árið

Í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Reykjavík var tilkynnt um hnífstungu í morgunsárið. Sá sem fyrir árásinni varð náði að koma sér sjálfur út úr íbúðinni, þar sem hún var framin, og óskaði eftir aðstoð.

Sjá meira