Bein útsending: Engin orkusóun Landsvirkjun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Orkustofnun hafa látið vinna ítarlega skýrslu um orkunýtni á Íslandi. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í beinu streymi. 21.11.2023 13:00
Mega hýsa síðu sem kortleggur gyðinga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað öllum kröfum samtakanna Anti Defamation League, ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns, um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðu þar sem má finna „kortlagningaráætlun“ yfir gyðinga og lögpersónur tengdar þeim. 21.11.2023 11:02
Datt niður stiga og fær níutíu milljónir króna Karlmanni, sem féll niður stiga á skemmtistað árið 2016 og hlaut 75 prósent varanlega örorku af, hefur verið dæmd 91 milljón króna í skaða- og miskabætur. 19.11.2023 15:01
Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. 19.11.2023 12:10
Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19.11.2023 09:57
Skrímsli í sjó og staðan á Reykjanesi Sprengisandur hefst með Þorvaldi Friðrikssyni, þeim sama og kom róti á huga Íslendinga fyrir ári með bók sinni um keltnesk áhrif á Íslandi. Nú er hann að skrifa um skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi, fullviss um að þau séu raunveruleg. 19.11.2023 09:31
Íbúar og fyrirtæki mega fara til Grindavíkur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15. 19.11.2023 08:18
Handtóku mann og losnuðu svo ekki við hann Karlmaður var handtekinn í gærkvöldi fyrir ógnandi tilburði og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Eftir að varðstjóri hafði rætt við manninn á lögreglustöð var hann hvattur til að fara heim til sín að hvíla sig. Hann kom í tvígang aftur á lögreglustöðina og endaði á því að fá að gista fangageymslur. 19.11.2023 07:41
Öflugur skjálfti talsvert langt frá kvikuganginum Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist klukkan 05:35 í morgun, um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. 19.11.2023 07:13
Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ 18.11.2023 13:53