Allt í háaloft vegna blómakerja og tunnuskýlis Kona hefur fengið álit Kærunefndar húsamála vegna tveggja stórra blómakerja og ruslatunnuskýlis sem nágrannar hennar settu upp. Nágrannarnir höfðu kært konuna til lögreglu eftir að hún færði blómakerin. 15.2.2024 08:29
Allt að fjórtán stiga frost Hitastigið er á niðurleið í dag, búast má við því að frost verði 2 til 14 stig þegar kemur fram á kvöld, kaldast norðanlands. 15.2.2024 07:29
Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. 14.2.2024 15:37
Þungir dómar í Saltdreifaramálinu staðfestir Hæstiréttur hefur staðfest átta og tíu ára fangelsisdóma yfir tveimur mönnum í saltdreifaramálinu svokallaða. 14.2.2024 14:03
Mátti reka flugumferðarstjóra sem var kærður fyrir nauðgun Isavia ANS, dótturfélag Isavia, hefur verið sýknað af öllum kröfum fyrrverandi flugumferðarstjóra og kennara, sem sagt var upp störfum eftir að nemandi kærði hann og samstarfsmann fyrir nauðgun. Flugumferðarstjórinn vildi meina að uppsögnin hafi verið ólögmæt. 14.2.2024 12:15
Fjöldi virkra fyrirtækja sem fór í gjaldþrot stórjókst Af 1.222 fyrirtækjum í fyrirtækjaskrá Skattsins, sem tekin voru til gjaldþrotaskipta árið 2023, voru 406 með virkni á fyrra ári, 165 prósent fleiri en árið 2022 þegar þau voru 153. 14.2.2024 11:07
Rákust á stóra torfu og fara í loðnumælingar Fiskiskip á kolmunnaveiðum rakst á talsvert stóra uppsjávarfiskstorfu við aukaleit undan suðausturströnd landsins í gær. Hafrannsóknarstofnun mun hefja formlegar loðnumælingar í dag. Sviðsstjóri hjá Hafró segir um jákvæðar fréttir að ræða fyrir mögulega loðnuvertíð. 14.2.2024 10:31
Grunnskólabörn panta heimsendingu: „Af augljósum ástæðum gengur þetta ekki“ Skólastjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness hafa biðlað til forráðamanna barna í sjöunda til tíunda bekk að brýna fyrir börnunum að panta sér ekki heimsendan mat í skólann. 13.2.2024 17:15
Leggja til stóraukna skattheimtu af orkuframleiðslu Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu leggur til að undanþága rafveitna frá fasteignamatsskyldu verði afnumin eða að raforkuskattur verði settur á. Þá leggur hópurinn til að til lengri tíma verði settur auðlindarentuskattur á raforku. 13.2.2024 15:56
Segir ummæli Helga Pé um fangabúðir í besta falli ósmekkleg Bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir gagnrýni formanns Landssambands eldri borgara og minnihlutans í bæjarstjórn, um áform um uppbyggingu í Gunnarshólma, ómálefnalega og ósmekklega. 13.2.2024 13:34