Taka þurfi styttingu framhaldsskólans til skoðunar Mennta- og barnamálaráðherra segir koma til greina að endurskoða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Þess í stað yrði grunnskólanám stytt um eitt ár. 1.3.2024 15:47
Nauðgaði sautján ára stúlku í leigubíl á Reykjanesbrautinni Abdul Habib Kohi hefur verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, fyrir að hafa nauðgað sautján ára stúlku í leigubíl sínum þegar hann ók henni heim. 1.3.2024 14:11
Lögreglan lýsir eftir manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444-1000. 1.3.2024 09:09
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1.3.2024 09:00
Hvetja fólk til að vinna heima vegna svifryks Styrkur svifryks hefur verið mikill á öllum mælistöðvum í Reykjavík í dag, 29. febrúar, frá því að morgunumferð fór af stað. Ökumenn eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun og þau sem geta að vinna í fjarvinnu. 29.2.2024 15:53
Tala látinna komin yfir þrjátíu þúsund Ríflega þrjátíu þúsund hafa látist frá upphafi stríðs Ísraels og Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn. Ríflega hundrað eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á hóp fólks sem beið eftir hjálpargögnum í nótt. 29.2.2024 14:26
Fæðingarorlofssjóður þarf ekki að miða við erlendar tekjur Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum konu sem krafðist þess að ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs, um áætlun um greiðslur til hennar í fæðingarorlofi úr sjóðnum, yrði dæmd ógild. Hún fékk lágmarksgreiðslur úr sjóðnum þar sem hún hafði þegið laun í Danmörku en ekki Íslandi í aðdraganda fæðingar. 29.2.2024 13:25
Björguðu einum út úr íbúðinni Tvei íbúar voru inni í íbúð þar sem eldur kviknaði laust fyrir klukkan 09:30 í morgun. Annar komst út af sjálfsdáðum en slökkvilið bjargaði hinum út úr íbúðinni. 29.2.2024 11:26
Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29.2.2024 10:45
Eldur kviknaði í fjölbýli í Yrsufelli Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í fjölbýli í Yrsufelli í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Tveir íbúar komu sér út úr íbúðinni af sjálfsdáðum og verða fluttir á sjúkrahús til skoðunar. 29.2.2024 10:05