Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21.3.2024 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 21.3.2024 18:00
Einum til sleppt úr haldi Einum til viðbótar hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið mansalsmál. Rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur taldir fyrir hendi. 21.3.2024 17:21
Marta hafði betur gegn 38 sem vildu verða sérfræðingur Marta Nordal, fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hafði betur gegn 38 umsækjendum um stöðu sérfræðings í sviðslistum hjá ráðuneyti menningarmála. 21.3.2024 08:00
Brýnt að undið verði ofan af kaupunum Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum. 20.3.2024 22:55
Skólaliði grunaður um að mynda börn í búningsklefa Mál starfsmanns Laugarnesskóla í Reykjavík, sem handtekinn var um miðjan október síðastliðinn, er komið á borð ákærusviðs. Hann starfaði sem skólaliði við skólann og er grunaður um kynferðisbrot með því að taka myndir í búningsklefa ungra drengja. 20.3.2024 22:06
Tapaði ríflega hálfum milljarði dala annað árið í röð Tap Alvotech á árinu 2023 nam 551,7 milljónum dollara eða 2,43 dollara tapi á hlut, samanborið við 513,6 milljóna dollara tap á árinu 2022, sem nemur 2,6 dollara tapi á hlut. 551,7 milljónir dollara eru tæplega 75 milljarðar króna á gengi dagsins. 20.3.2024 21:35
Hjálpaði manni að losa bílinn og réðst á hann Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Svo virðist sem upp úr hafi soðið á bílastæði eftir að maðurinn hjálpaði öðrum að losa bíl sem hann hafði fest í snjó. 20.3.2024 20:55
Dregur framboðið til baka vegna fárra undirskrifta Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður hefur hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Hann var meðal þeirra fyrstu til að boða framboð en hefur aðeins fengið tíu prósent tilskilinna meðmæla. Þá lýsir hann yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. 20.3.2024 19:12
Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20.3.2024 18:55