Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjálf­stæðis­flokkur fengi tæpan þriðjung

Ef kosið yrði í Reykjavík á morgun fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæpan þriðjung atkvæða, ef marka má nýja skoðanakönnun. Samfylking fengi fjórðung en enginn annar flokkur næði meira en tíu prósentum atkvæða.

Mál áfengisnetverslana send aftur til lög­reglu

Mál tveggja netverslana með áfengi eru komin aftur á borð lögreglu til rannsóknar. Þau fóru frá lögreglu til ákærusviðs í september í fyrra og höfðu þá verið í rannsókn nokkur ár.

Öl­gerðin ræður tvo markaðs­stjóra

Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja.

Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brott­farar­sal

Örtröð ríkir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem ein stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð. Röðin í öryggisleitina náði langt inn í brottfararsalinn á jarðhæð flugstöðvarinnar um klukkan 09:30 í morgun. Isavia biðlar til fólks að mæta snemma á völlinn.

Hæg­lætis­veður um páskana

Víða verður allhvass vindur eða strekkingur í dag og á Norður- og Austurlandi verður snjókoma. Á morgun verður norðan kaldi eða stinningskaldi. Á föstudag lægir og rofar til fyrir norðan og um helgina er útlit fyrir hæglætis veður í flestum landshlutum. 

Ís­lenskur kauphallarsjóður á markað í Banda­ríkjunum

Viðskipti með hlutabréf kauphallarsjóðsins GlacierShares Nasdaq Iceland ETF eru hafin á Nasdaq markaðinum í Bandaríkjunum. Það er fyrsti kauphallarsjóðinn sem er skráður erlendis sem fjárfestir í íslenskum hlutabréfum.

Eyjar og sker til­heyra næstu jörð

Óbyggðanefnd telur að eyjar og sker sem liggja fyrir landi jarðar séu hluti þeirrar jarðar sem næst liggur, nema þau hafi sérstaklega verið skilin frá jörðinni. Ríkið hefur gert kröfu í stóran hluta eyja og skerja í kringum landið og það er undir hverjum þeim sem telur sig eiga eyju eða sker að halda uppi vörnum gegn ríkinu.

Skógar Reykja­víkur séu hundruð milljarða króna virði

Samkvæmt fyrstu heildarúttektinni á vistkerfi skóga í Reykjavík er lítill skógur í Reykjavík miðað við flestar aðrar evrópskar borgir. Samt sem áður er heildarvirði skóga borgarinnar metið á 576 milljarða króna. 

Sjá meira