Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“

Breski tenniskappinn Liam Broady segir keppnisbann Jannik Sinner hafa verið útfært þannig að það hefði sem minnst áhrif á feril hans, og líkir því við að setja leikmann í ensku úrvalsdeildinni í bann að sumri til. Broady er svekktur með niðurstöðu dómstóla og veltir því fyrir sér hvort hann hefði fengið sömu meðferð. 

Rekinn eftir að­eins átta leiki við stjórn

Diego Cocca hefur verið rekinn frá Real Valladolid eftir aðeins átta leiki við stjórn. Liðið, sem er í eigu Ronaldo Nazario, situr í neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og leitar nú að þriðja þjálfaranum á tímabilinu.

Malmö sagt bjóða Arnóri tug­milljóna undirskriftarbónus

Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift.

Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Banda­ríkja­mönnum

Stjörnuleikur NBA deildarinnar hefur dvínað verulega í vinsældum undanfarin ár. Deildin bryddar sífellt upp á nýjungum en það hefur ekki borið árangur í áhorfstölum. Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo eru hrifnir af hugmyndinni um leik milli bandarískra leikmanna og leikmanna frá öðrum löndum.

Ýmir sneri aftur í góðum sigri

Línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason var með fullkomna skotnýtingu og skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen í 31-27 sigri gegn Eisenach í nítjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val

Birkir Jakob Jónsson er genginn til liðs við Bestu deildar lið Vals. Hann hefur verið á mála hjá ítalska stórliðinu Atalanta síðan árið 2021 en hefur fest sig til næstu fjögurra ára á Hlíðarenda.

Sjá meira