Holland hitaði upp fyrir Ísland með stórsigri gegn Kanada Holland hóf undirbúning sinn fyrir EM og hitaði upp fyrir slaginn gegn Íslandi með öruggum 4-0 sigri gegn Kanada í kvöld. 6.6.2024 20:42
Fjölnir fagnaði öruggum sigri og situr í efsta sæti deildarinnar Fjölnir vann öruggan 4-2 sigur gegn Njarðvík og tyllti sér á toppinn í Lengjudeild karla. 6.6.2024 20:05
Martínez dreymir um Ólympíugull en Aston Villa meinar honum þátttöku Markverði Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, Emiliano Martinez, dreymir um gullverðlaun með argentínska landsliðinu á Ólympíuleikunum en segir félagið standa í vegi fyrir för hans til Parísar. 6.6.2024 19:31
„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6.6.2024 18:45
Martin ekki meira með á tímabilinu en Alba Berlin komst í úrslit Martin Hermannsson mun ekki spila meira á tímabilinu vegna meiðsla í kálfa en liðsfélagar hans í Alba Berlin komust áfram í úrslitaeinvígi þýsku úrvalsdeildarinnar með 97-84 sigri gegn Niners Chemnitz í kvöld. Alba mun leika til úrslita gegn Bayern Munchen. 6.6.2024 18:42
Miklar breytingar framundan á bílum í Formúlu 1 Alþjóðakstursíþróttasambandið, FIA, hefur kynnt reglubreytingar á bílasmíðum í Formúlu 1 sem munu taka gildi árið 2026. Bílar verða smærri, léttari, liprari og munu ganga fyrir allt að helmings raforkuafli. 6.6.2024 17:30
Skyggnst bak við tjöldin á Stöð 2 Sport: Rafmagnið sló út í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og lítið minna dugir til að halda úti beinni útsendingu á íþróttaviðburðum. Hetjurnar sem vinna bakvið tjöldin eiga allt hrós skilið fyrir að veita áhorfendum þá stórkostlegu íþróttaupplifun sem birtist í Besta Sætinu á Stöð 2 Sport. 6.6.2024 09:00
Viktor ekki á förum frá Nantes: „Kitlaði alveg egóið að heyra þetta“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Nantes í Frakklandi, kannast ekki við orðróma um að hann sé á förum frá félaginu. Einbeiting hans er öll á að komast aftur inn á völlinn, verkjalaus. 5.6.2024 17:31
Víkingur hefði átt að fá víti: „Ég skil ekki hvernig hann sér þetta ekki“ Víkingur vann 5-2 sigur á Fylki um síðastliðna helgi. Dómari leiksins hlaut töluverða gagnrýni fyrir að sjá ekki Aron Elís handleika boltann áður en hann jafnaði leikinn 1-1. Mistök geta hins vegar alltaf gerst og það er nokkuð ljóst að mati Stúkunnar að Víkingur hefði átt að fá víti skömmu síðar. 5.6.2024 15:30
Djokovic dregur sig úr keppni og missir efsta sætið til Sinner Novak Djokovic mun detta úr efsta sæti heimslistans í tennis eftir að hafa dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir á leirvellinum við Roland Garros. 5.6.2024 12:31